https://ritid.hi.is/index.php/ritid/issue/feed Ritið 2023-12-20T08:48:10+00:00 Guðrún Steinþórsdóttir ritid@hi.is Open Journal Systems <p><em>Ritið</em> &nbsp;– tímarit Hugvísindastofnunar&nbsp;kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því.&nbsp;Ritið&nbsp;birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p> https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/213 Litið til annarra sólkerfa 2023-12-19T14:25:50+00:00 Soffía Auður Birgisdóttir soffiab@hi.is 2023-12-19T00:00:00+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/214 Bókmenntagagnrýni í Færeyjum 2023-12-19T14:25:50+00:00 Paula Gaard hug@hi.is <p>Stöðugar umbreytingar á fjölmiðlalandslagi samtímans og valdakerfum samfélagsins fela í sér margvíslegar áskoranir fyrir bókmenntategundina ritdóma. Undanfarna áratugi hafa bæði fræðafólk og blaðamenn talað um hættuástand í þeim efnum. Í þessari grein er leitað svara við þeirri spurningu hvort það eigi við um bókmenntagagnrýni í Færeyjum, sem hefur einkennst af skorti frá því þessi textategund kom þar fram í fjölmiðlum seint á 19. öld. Færð eru rök fyrir því að kreppuástand í bókmenntagagnrýni, og varnarstaða ritdómara, séu ekki nýmæli. Þvert á móti sé slík kreppa eitt aðaleinkenni bókmenntagagnrýninnar. Jafnvel megi líta svo á að hún gegni mikilvægu hlutverki í bókmenntalandslaginu og sé forsenda fyrir tilvist ritdóma.</p> 2023-12-19T13:22:29+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/215 Fagurfræði vistkerfanna 2023-12-19T14:25:50+00:00 Auður Aðalsteinsdóttir audurada@hi.is <p>Í þessari grein eru raktar nokkrar kenningar um vistskáldskap og dæmi nefnd um visthverfan lestur á íslenskum skáldskap og list<em>. </em>Með hliðsjón af hugmyndum um vistkerfi bókmennta er talað fyrir því að beina umræðunni um kreppu bókmennta- og listgagnrýninnar frá áhyggjum af dvínandi valdi gagnrýnenda og fækkun og áhrifaleysi hefðbundinna list- og ritdóma í fjölmiðlum en beina í stað sjónum að því hvort vistrýnin hafi (eða eigi að hafa) áhrif á fagurfræðileg viðmið okkar og hvað það gæti þýtt fyrir framtíð bókmennta- og listgagnrýni.</p> 2023-12-19T13:28:34+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/216 Við hæfi barna? 2023-12-19T14:25:50+00:00 Guðrún Steinþórsdóttir gudrunst@hi.is <p>Sögur handa börnum hafa löngum innihaldið óhugnað en það var þó ekki fyrr en á tíunda áratug síðustu aldar sem byrjað var að markaðssetja hrylling sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Síðan þá hefur bókmenntagreinin vaxið og dafnað vel. Þótt margir hafi tekið þessum nýju hrollvekjum fagnandi, þar á meðal ungir lesendur, hafa aðrir, einkum fullorðnir, sett spurningarmerki við óhugnaðinn og jafnvel litið svo á að ekki sé við hæfi að nota skáldskap til þess að hræða börn. Meðal bókaflokka sem kallað hafa fram þessi ólíku viðbrögð eru <em>Goosebumps</em>-bækur (1992–1997) R. L. Stine og <em>Gæsahúðar</em>bækur (1997–2014) Helga Jónssonar. Í greininni er fjallað um viðtökur og gagnrýni á hrollvekjubókaflokkana tvo, sameiginlega þræði þeirra og hvernig Helgi nýtir sér skrif Stine sem innblástur að eigin verkum. Þá er sérstaklega rætt um tilraunir fólks til að banna <em>Gæsahúðar</em>-bækur Helga árið 2017 og í því skyni skoðað hvaða ástæður lágu þar að&nbsp;baki. Að lokum er velt vöngum yfir hvort tilraunir til bókabanna og ritskoðunar séu réttu lausnirnar til þess að takast á við óhugnað í barna- og ungmennabókum.</p> 2023-12-19T13:34:18+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/217 Íslensk myndlist í erlendri gagnrýni 2023-12-19T14:25:50+00:00 Æsa Sigurjónsdóttir aesas@hi.is <p>„Hvað er það sem gerir íslenska list svona öðruvísi, svo aðlaðandi? Hvort sem það er frá hugmyndafræðilegu, tilraunakenndu eða ljóðrænu sjónarhorni, þá er&nbsp;íslensk samtímalist dæmi um það sem listamenn annarra þjóða berjast við að ná: hún er bein og ósvikin. Hún leikur sér að mærum listgreinanna. Áhugavert samstarf listamanna, tónlistarmanna, leikara, hönnuða eða höfunda er normið. Listin nærist af sterkri, skapandi orku sem beinlínis gerir hvern einstakling af […] íbúum eyjarinnar bæði að menningarþega og menningarhöfundi.“</p> <p>Þannig lýsti þýski listfræðingurinn Christian Schoen íslenskri samtímalist rétt fyrir hrun. Á sama tíma og íslenskir myndlistarmenn hasla sér völl erlendis, erlendir listamenn setjast að á Íslandi og listamönnum af erlendum uppruna fjölgar, þá virðist listgagnrýni enn snúast að miklu leyti um að skilgreina sérstöðu íslenskrar myndlistar út frá landfræðilegum og náttúrulegum forsendum. Í greininni er sjónum beint að skrifum erlendra listgagnrýnenda sem allir settu mark sitt á íslenska listasenu á 20. og 21. öld. Þetta eru Georg Gretor (1892–1943), Hjörvarður Árnason (1909–1986), Gregory Volk (f. 1961) og Christian Schoen (f. 1970). Rýnt er í merkingu hins sértæka í íslenskri myndlist og reynt að varpa ljósi á hvernig listgagnrýni hefur mótað myndlist og myndlistarsögu á Íslandi því, eins og bandaríski listfræðingurinn James Elkins benti á, þá byggir listasaga smáþjóðanna á listgagnrýni í sýningarskrám, dagblöðum og tímaritum. Því er haldið fram að í stað þess að lýsa eingöngu samhengi, þá sé árangursríkara að beita orðræðugreiningu til að komast að því hvaða menningarlegu og pólitísku hagsmunir liggi að baki listgagnrýni hverju sinni.</p> 2023-12-19T00:00:00+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/218 Íslandsvísur og viðtökur þeirra 2023-12-19T14:25:50+00:00 Sveinn Yngvi Egilsson sye@hi.is <p><em>Íslandsvísur </em>voru önnur ljóðabók Guðmundar Magnússonar (1873–1918) sem síðar skrifaði vinsælar sögur undir dulnefninu Jón Trausti. Bókin var prentuð árið 1903 í Ísafoldarprentsmiðju og vandað mjög til útgáfunnar með myndskreytingum eftir skáldið sjálft og listmálarann Þórarin B. Þorláksson (1867–1924). Ekki var um venjulega útgáfu að ræða heldur var bókin „prentuð sem handrit“ handa afmörkuðum hópi áskrifenda. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, <em>Heima og erlendis </em>(1899), hlaut dræmar viðtökur og þessi litlu betri, þó að hún hefði að geyma ljóð sem urðu vinsæl í sönglögum eins og Draumalandið og „Eg vil elska mitt land“. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (1835–1920) birti kurteislegan en gagnrýninn ritdóm um <em>Íslandsvísur </em>í blaðinu <em>Gjallarhorni </em>1903. Það var þó háðslegur niðurrifsdómur annars skálds, Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti (1879–1939) í blaðinu <em>Óðni </em>1905, sem hafði úrslitaáhrif fyrir bókina og höfund hennar. Guðmundur sagði síðar að hann hefði hætt að birta verk sín undir eigin nafni og tekið upp dulnefnið Jón Trausti til þess að sögurnar sem hann setti saman í framhaldinu væru óbundnar af slæmu orðspori hans sem höfundar. Í greininni er fjallað um <em>Íslandsvísur </em>sem ljóðabók og síðan gerð grein fyrir hinum afdrifaríku viðtökum þeirra.</p> 2023-12-19T13:54:28+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/219 „… gagnrýni í Kiljunni hefur úrslitaáhrif …“ 2023-12-19T14:50:38+00:00 Svanur Már Snorrason svanursnorrason@gmail.com <p>Greinin fjallar um bókmenntaþátt Egils Helgasonar, <em>Kiljuna</em>, og áhrifamátt hans á íslenskt bókmenntalíf. Eins og fram kemur í yfirskrift greinarinnar: <em>„…gagnrýni í Kiljunni hefur úrslitaáhrif…“</em>, hefur bókagagnrýnin sem fram fer í sjónvarpsþættinum gríðarleg áhrif á sölu þeirra bóka sem fjallað er um þar, sem og á útlán á bókasöfnum. Höfundur tók viðtöl við fjölda manns sem tengjast íslensku bókmenntalífi og niðurstöður hans eru ótvíræðar og koma líklega fáum á óvart.</p> 2023-12-19T13:59:31+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/220 „Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum“ 2023-12-19T14:25:50+00:00 Kristján Hrafn Guðmundsson kristjanhrafn@gmail.com <p>Fræðimenn hafa nánast undantekningalaust rætt ljóðlist Steins Steinarrs (1908–1958) út frá stöðu hans sem snauðs alþýðumanns og róttækni í orðavali, einkum sem féllu og fóru á blað á fjórða áratug 20. aldar. Þessi staðreynd, auk þess sem mikilvægi Steins í að ryðja módernismanum braut í íslenskri ljóðlist, hefur líklega blindað mönnum að einhverju leyti sýn á annan leshátt skáldskapar hans eins og fjallað er um í þessari grein. En í ljóðum Steins eru á víð og dreif vonleysi, óræðar hugsanir og vangaveltur ljóðmælanda um tilgangsleysi. Hér eru þessi einkenni skoðuð fyrst og fremst út frá hinsegin fræðum. Einnig er brugðið upp svipmynd af Steini og því samfélagi sem Reykjavík er á fyrri hluta aldarinnar vegna þess að því er haldið fram í greininni að það umhverfi og tíðarandi sem hann er hluti af í höfuðstaðnum á þessum tíma hafi áhrif á ljóðlist Steins. Útgefið efni er í forgrunni þessarar rannsóknar en einnig er horft til breytinga sem Steinn gerði á handritum verka sinna.</p> 2023-12-19T14:09:17+00:00 ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/221 Um hugrænar forsendur fyrir útvíkkun beygingarvíxla 2023-12-20T08:48:10+00:00 Jón Símon Markússon jsm@hi.is <p>Hér er gerð grein fyrir umtúlkun á færeyskum kvenkynsnafnorðum á nf./þf.ft. -<em>ar </em>sem karlkyns, t.d. kvk. et. <em>fjøður </em>fjöður ‘fjöður’ ~ ft. <em>fjaðrar </em>~ kvk.ft.mgr. <em>fjaðrarnar</em>/stundum <strong>kk</strong>.nf.ft.mgr. <em>fjaðrar<strong>nir</strong></em>, <em>øksl </em>‘öxl’ ~ <em>akslar </em>~ <em>akslarnar</em>/<em>akslar<strong>nir</strong></em>. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á almennar hugrænar forsendur fyrir ferlinu með vísun til dreifitíðni endingarinnar ft. -<em>ar</em>, sem er há meðal karlkynsorða. Færð eru rök fyrir því að málnotendur tengi fleirtöluendinguna -<em>ar </em>helst við karlkynsorð vegna dreifitíðninnar en þessi afstaða fær stuðning frá eldri rannsóknum á vesturnorrænni málsögu og frá aðlögun&nbsp;tökuorða að færeyska beygingakerfinu. Áhrif dreifitíðni á stefnu breytinga eru talin styðja&nbsp;málnotkunarnálgun sem gerir ráð fyrir ríkulegu minni fyrir mannlegt mál, m.ö.o. að öll fyrri reynsla af notkun málsins sé geymd í minni í ýmsu formi og tiltæk þaðan til notkunar. Kennisetningar málnotkunarnálgunar stangast á við fræðilegar forsendur fyrir tvíúrvinnslu. Talsmenn tvíúrvinnslu eigna einingum málsins mjög takmarkað geymslupláss í minni og líta þ.a.l. svo á að beyging orða sem beygjast eftir „sjálfgefnu“ mynstri stafi af beitingu táknrænna reglna á svokallaða orðasafnsmynd. Beiting annarra mynstra fari aftur á móti fram með útvíkkun hliðstæðrar þekkingar. Frá sjónarhóli tvíúrvinnslu má líta á færeysk karlkynsnafnorð með fleirtöluendingunni -<em>ar </em>sem fulltrúa sjálfgefinna mynstra. Í greininni er sýnt fram á að umtúlkun kvenkynsmynda með fleirtöluendingunni -<em>ar </em>eigi rætur að rekja til samanburðar við víxl eins og kk. nf.et. <em>fuglur </em>‘fugl’ ~ ft. <em>fugl<strong>ar </strong></em>~ nf.ft. mgr. <em>fuglar<strong>nir</strong></em>, en upplýsingar um víxlin hljóta þ.a.l. að geymast í minni og byggjast á fyrri reynslu af málnotkun. Virkni svokallaðra „sjálfgefinna“ mynstra er þar með álitin stafa af útvíkkun hliðstæðrar þekkingar og forsendur útvíkkunar taldar vera þær sömu og fyrir virkni mynstra sem vart má kalla sjálfgefin. Sú niðurstaða er dregin að mismikil virkni ólíkra beygingarmynstra stafi ekki af hreinum skiptum milli sjálfgefinna og annars konar mynstra heldur sé hún háð þáttum sem ekki varða málkerfið, s.s. tíðni, opnustigi skema, og áhrifum þessara þátta á beitingu almennra hugrænna ferla.</p> 2023-12-19T14:13:43+00:00 ##submission.copyrightStatement##