https://ritid.hi.is/index.php/ritid/issue/feedRitið2024-09-30T13:21:51+00:00Guðrún Steinþórsdóttirritid@hi.isOpen Journal Systems<p><em>Ritið</em> – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p>https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/232Inngangur2024-09-27T14:15:18+00:00Anna Björk Einarsdóttirritid@hi.isBenedikt Hjartarsonbenedihj@hi.isGuðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.is2024-09-27T12:30:54+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/233Öreigaskáldsagan og heimsbókmenntir útnáranna2024-09-27T14:15:19+00:00Anna Björk Einarsdóttirritid@hi.is<p>Greinin fjallar um öreigaskáldsögu millistríðsáranna og hvernig höfundar á jaðri hins sósíalíska menningarkerfis tókust á við það verkefni að skrifa heimsbókmenntir í nafni heimsöreigans. Greinin kynnir nýtt rannsóknarsvið sem tekur til hins sósíalíska bókmenntakerfis á 20. öld og tengsla þess við önnur bókmenntakerfi sem og þróun þess í ólíkum heimshlutum. Greinin fæst við nokkur meginþemu sem höfundar fengust við í öreigabókmenntum millistríðsáranna og setur þau í samhengi við þá sögulegu, efnahagslegu og pólitísku þróun sem mótaði hreyfinguna.</p>2024-09-27T12:38:56+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/234Sósíalismi og bókmenntaform í Perú2024-09-27T14:15:19+00:00Ericka Beckmanebeckman@sas.upenn.edu<p>Greinin kannar hvernig félagslegt raunsæi hafði áhrif á skáldskap perúska 20. aldar rithöfundarins José María Arguedas. Gegn þeim móderníska lestri sem sér verk Arguedas sem heimóttarlega eftirlíkingu af raunveruleikanum setur þessi ritgerð verk hans í samhengi við alþjóðlega strauma sem „rauð“ bókmenntakerfi settu af stað. Gegn þeirri túlkun sem leggur áherslu á menningarlega sjálfsmynd og mismun í verkum Arguedas, sérstaklega þegar kemur að menningu frumbyggja Andesfjallanna, kannar greinin raunsæisverk Arguedas sem leið til að skilja útþenslu kapítalisma og heimsvaldastefnu í Perú. Með áherslu á skáldsöguna Yawar fiesta, heldur þessi ritgerð fram að Arguedas hafi þróað sérstaka raunsæisaðferð með rætur í materíalískum skilningi á sögunni.</p>2024-09-27T13:05:27+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/235Saga tveggja bókmenntaskóla2024-09-27T14:15:19+00:00Nicklas Freisleben Lundritid@hi.isMagnus Nilssonritid@hi.is<p>Greinin fjallar um samband hinnar fagurfræðilegu kenningar um sósíalískt raunsæi og skandínavískra (danskra og sænskra) verkalýðsbókmennta. Hún beinir sjónum að þremur höfundum sem áttu sæti í skandinavísku sendinefndinni á Fyrsta allsherjarþingi sovéskra rithöfunda í Moskvu árið 1934, Svíunum Mou Martinson og Harry Martinson og Dananum Martin Andersen Nexø – en einnig að nokkrum áhrifamiklum verkalýðshöfundum og gagnrýnendum sem áttu þátt í að móta umræðuna um sósíalískt raunsæi í Skandinavíu: Svíunum Ivar Lo-Johansson og Erik Blomberg og Dönunum Julius Bomholt, Harald Herdal og Hans Kirk. Greinin sýnir fram á að þótt bein áhrif sósíalíska raunsæisins hafi verið takmörkuð í Skandinavíu bar allnokkuð á hugtakinu í bókmenntaumræðunni. Þannig veitir greining á sambandi sósíalísks raunsæis og skandínavískra verkalýðsbókmennta ekki aðeins innsýn í tvenns konar sérstætt bókmenntaumhverfi heldur opnar hún einnig nýjar leiðir til að setja þær í alþjóðlegt samhengi og hugsa það sem kalla má rauðar heimsbókmenntir á annan hátt. Greinin leiðir rök að því að tengsl kenningarinnar um sósíalískt raunsæi og skandinavískra verkalýðsbókmennta á síðari hluta fjórða áratugarins dragi fram hversu margbrotið hið menningarlega landslag rauðra heimsbókmennta var, þar sem það mótaðist af ólíku þjóðlegu og svæðisbundnu samhengi. Þannig verður hugtakið rauðar heimsbókmenntir að leggja áherslu á tilvist margra ólíkra afbrigða vinstrisinnaðra bókmennta, sem að hluta til hafa verið markaðar af innbyrðis átökum eða togstreitu. Lykilorð: verkalýðsbókmenntir, sósíalískt raunsæi, heimsbókmenntir.</p>2024-09-27T00:00:00+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/236Alþjóðasinnaðar heimsbókmenntir og endurvakning þeirra á áttunda áratugnum í Vestur-Þýskalandi2024-09-27T14:15:20+00:00Christoph Schaubchristoph.schaub@uni-vechta.de<p>Greinin byggist á lestri og samanburði á vettvangsfrásögnum Egons Erwins Kisch og Marianne Herzog, annars vegar vel þekkts höfundar og hins vegar höfundar sem er að mestu leyti gleymdur. Markmiðið er að kanna sögulega samfellu og rof frá millistríðsárunum, þegar alþjóðasinnaðar heimsbókmenntir tóku á sig mynd, og fram á áttunda áratuginn, þegar höfundar í Vestur-Þýskalandi tóku að byggja á þeirri hefð. Greinin leiðir rök að því að slíka samfellu og rof megi greina með því að beina sjónum að þremur atriðum: 1) vettvangsfrásögninni; 2) þverþjóðlegri verkalýðsstétt; 3) gagnmenningu sem vettvangi útgáfu og dreifingar og viðfangsefni bókmenntaverka. Annar þáttur snýr að þeirri gagnrýni að sjónarhorn kommúnísku verkalýðshreyfingarinnar á öreigana sem byltingarsinnaðan hluta verkalýðsins hafi byggst á einsleitri og staðlaðri skilgreiningu á byltingarsinnanum. Gagnrýnin er í mörgum tilvikum réttmæt en skrif kommúnistans Kisch og sósíalíska femínistans Herzog eru dæmi um hefð vinstrisinnaðra bókmennta sem bregða upp myndum af fjölbreyttri og margslunginni verkalýðsstétt. Loks gefur samanburður á skrifum Herzog og Kisch færi á nákvæmari greiningu á hlutverki kyngervis. Þegar vettvangsfrásögn Herzog Von der Hand in den Mund (Úr höndinni í munninn, 1976) er lesin sem dæmi um framhaldslíf alþjóðasinnaðra heimsbókmennta má líta á hana sem gagnrýna samræðu við þessa eldri hefð. Finna má fjölmörg dæmi um kommúnísk bókmenntaverk frá millistríðsárunum sem byggðu lýsingar sínar á verkamanninum og byltingarsinnanum á viðteknum karlmennskuímyndum, þótt vitaskuld eigi það ekki við um alla texta hreyfingarinnar. Með því að beina sjónum alfarið að verkakonum í verksmiðjunni og innan heimilisins, með því að skrásetja áhyggjur þeirra, samstöðu og andóf opnar Herzog sósíalískt og femínískt sjónarhorn á verkalýðsstéttina sem tilheyrir hennar eigin tíma og sögulegu samhengi. Með því að leggja áherslu á þetta atriði afhjúpar greinin um leið mikilvæga blindu í vettvangsfrásögnum Kisch.</p>2024-09-27T13:18:59+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/237Hjá héraðslækni á Íslandi eftir mislukkaða heimsreisu2024-09-27T14:15:20+00:00Jonas Bokelmannjonas.bokelmann@gmail.com<p>Greinin fjallar um verk þýska byltingarsinnans og öreigahöfundarins Alberts Daudistel og lýsir tengslum þeirra við tvær tegundir rauðra heimsbókmennta frá upphafi þriðja áratugarins til loka þess fimmta. Hún kannar með hvaða hætti Daudistel, sem hafði tekið virkan þátt í þýsku nóvemberbyltingunni árið 1918 og gegnt pólitísku hlutverki á tíma ráðstjórnarlýðveldisins í Bæjaralandi vorið 1919, var fulltrúi þeirrar fyrri tegundar rauðra heimsbókmennta sem tók á sig mynd á þriðja áratugnum. Greinin dregur fram tengsl Daudistels við mikilvægar stofnanir þessa sérstæða bókmenntavettvangs og lykilaðila innan hans. Einnig varpar hún ljósi á hvernig Daudistel tengdist myndun nýs hefðarveldis byltingarsinnaðra bókmennta á þessu tímabili. Enn fremur er kannað, með hliðsjón af söguþræði og frásagnarbyggingu, að hvaða marki sumir texta höfundarins eru lýsandi dæmi um lykilhugmyndir þessarar fyrri tegundar rauðra heimsbókmennta, þ.á m. hugmyndina um misgengi byltingarþróunar og verkalýðsmenningar í ólíkum heimshlutum, sem síður var litið á sem veikleika en mögulegan styrk. Með greiningu á ævisögulegum heimildum og tveimur síðari textum, smásögunni „Beim Distriktarzt auf Island“ og óútgefnu skáldsögunni <em>Die Insel des fremden Königs</em>, er loks kannað með hvaða hætti Daudistel hélt fast í hugmyndir þessarar fyrri tegundar byltingarsinnaðra bókmennta í útlegð sinni á Íslandi, en miðlaði einnig meginhugmyndum síðari tegundar rauðra heimsbókmennta, sem kalla mætti „alþjóðasinnaðar samfylkingarbókmenntir“. Hér svipar stöðu hans að mörgu leyti til stöðu Egons Erwins Kisch sem var lykilhöfundur á samfylkingartímabilinu en hélt þó áfram að skrifa texta sem voru frekar í anda hugmynda um margbrotna alþjóðlega verkalýðsmenningu, sem rekja má til alþjóðasinnaðra bókmennta þriðja áratugarins.</p>2024-09-27T13:26:19+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/238Í átt til rauðra heimsbókmennta2024-09-27T14:15:21+00:00Benedikt Hjartarsonbenedihj@hi.is<p>Greinin hefur að geyma kortlagningu á umfangsmikilli þýðingaútgáfu róttæku vinstrihreyfingarinnar á tímabilinu 1919–1943 og varpar ljósi á þá markvissu uppbyggingu á nýju hefðarveldi rauðra heimsbókmennta sem þar á sér stað. Sjónum er beint að tengslum við starfsemi Kominterns og dreifingu róttæks lesefnis á erlendum málum og útgáfan hér á landi könnuð sem angi af alþjóðlegri útgáfustarfsemi vinstrihreyfingarinnar á þeim tíma þegar unnið er að uppbyggingu nýs alþjóðasinnaðs bókmenntakerfis á heimsvísu. Greiningin snýr annars vegar að þýðingum í íslenskum tímaritum, þar sem horft er jöfnum höndum til Réttar, Rauða fánans og Rauðra penna, sem komu út á vegum vinstrihreyfingarinnar, og þýddum bókmenntaverkum alþjóðasinna í menningartímaritum eins og Iðunni, Eimreiðinni og Dvöl. Hins vegar er fjallað um útgáfu þýðinga á bókarformi, bæði á vegum forlaga sem tilheyrðu róttæku vinstrihreyfingunni og annarra forlaga. Kortlagningin bregður upp mynd af þeim margbrotnu fjölþjóðlegu straumum sem berast inn í íslenskt bókmenntakerfi með þýðingum á alþjóðasinnuðu lesefni á tímabilinu. Á meðal þeirra verka sem tekin eru til umfjöllunar eru textar eftir Maksím Gorkij, Martin Andersen Nexø, Upton Sinclair og aðra höfunda sem gegndu veigamiklu hlutverki í íslensku bókmenntalífi á tímabilinu, en einnig vettvangsfrásagnir og aðrar smærri bókmenntagreinar og verk höfunda á borð við Jack London og B. Traven, sem hér eru tengd við hefð rauðra svaðilfarasagna.</p>2024-09-27T13:33:01+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/239„Fyrir þá, sem vilja kynna sér jafnaðarstefnuna er bók þessi góð byrjun ...“2024-09-27T14:15:21+00:00Haukur Ingvarssonhaukiri@hi.is<p>Árið 1905 tók skáldsaga bandaríska rithöfundarins Uptons Sinclairs <em>The Jungle</em> að birtast sem framhaldssaga á síðum sósíalíska vikublaðsins <em>Appeal to Reason</em>. Sagan varpaði ljósi á illan aðbúnað verkafólks og vafasama starfshætti í sláturhúsum Chicago-borgar þar sem meirihlutinn af niðursoðnu kjöti í Bandaríkjunum var framleiddur. Sagan vakti þjóðarathygli og brátt heimsathygli því hún var þýdd á fjölda tungumála á næstu misserum. Árið 1914 kom hún út á Íslandi í þýðingu barnakennarans Páls Bjarnasonar á vegum fjelags eins á Stokkseyri. Í greininni er horft á fjögur spor sem marka inngöngu Sinclairs og <em>The Jungle</em> í íslenska bókmenntakerfið. Viðtökusagan er sett í samfélags-pólitískt og atvinnusögulegt samhengi með áherslu á nútímavæðingu íslensks samfélags er fylgdi tækni- og iðnbyltingu til sjávar og sveita. Jafnframt er sett fram sú tilgáta að skáldsaga Sinclairs hafi verið þýdd og gefin út hér á landi til að vara við þéttbýlismyndun, jafnaðarmennsku og stéttabaráttu, en hafi að lokum fallið í frjóan jarðveg hjá íslensku vinstrihreyfingunni þegar skipulag komst á starfsemi hennar um miðjan annan áratug síðustu aldar og pólitísk sjálfsmynd íslenskrar alþýðu var tekin að mótast.</p>2024-09-27T13:40:26+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/240Sagnalist öreiganna eftir Franz Jung2024-09-30T13:20:53+00:00Benedikt Hjartarsonbenedihj@hi.isJón Bjarni Atlasonritid@hi.is2024-09-27T00:00:00+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/241Hugmyndir úr stað eftir Roberto Schwarz2024-09-30T13:21:51+00:00Magnús Þór Snæbjörnssonritid@hi.is2024-09-27T14:02:50+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/242„Ég veit ég er ógeð“2024-09-27T14:15:22+00:00Sjöfn Asaresjh13@hi.is<p>Birtingarmynd feits, samkynhneigðs, hvíts, sískynja karlmanns er skoðuð með hliðsjón af kenningum um samfélagsleg áhrif þess að vera feitur, samtvinnun mismunabreyta og hvernig samfélagslegar staðalmyndir um feita birtast í kvikmyndinni <em>Hvalurinn</em> og samnefndu leikriti, og hvort þeim sé viðhaldið eða reynt sé að sporna við þeim. Velt er upp spurningunni um hvort hver sem er megi segja hvað sögu sem er, og hvert er listrænt og menningarlegt gildi <em>Hvalsins</em> sé raun.</p>2024-09-27T14:08:48+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/243Litla Hollywood í Hafnarfirði2024-09-27T14:15:22+00:00Björn Þór Vilhjálmssonbtv@hi.is<p>Í þessari grein er fjallað um lítt þekkt kvikmyndaumsvif Ásgeirs Long og Valgarðs Runólfssonar á sjötta áratug síðustu aldar. Þá sendu þeir frá sér annars vegar stuttmyndina Tunglið, tunglið taktu mig og svo hins vegar tíðarandaaðlögun á þjóðsagnaævintýrinu Gilitrutt, en síðarnefnda myndin var í fullri lengd og að hluta í lit. Fyrrnefnda stuttmyndin getur talist fyrsta íslenska vísindaskáldskaparmyndin, en hún segir frá ferðalagi til tunglsins í geimflaug. Þegar þangað er komið hittir geimfarinn Karlinn í tunglinu fyrir og lendir í kjölfarið í klóm ógnvænlegs köngulóarskrýmslis. Gilitrutt fjallar um bóndahjón sem lenda í útistöðum við tröllskessu sem býr í nálægu fjalli og sleppa með skrekkinn. Kvikmyndaaðlögunin er að mestu leyti trú þjóðsögunni, en nokkrar þungvægar breytingar eru þó gerðar og um þær er fjallað í greininni. Kvikmyndirnar eru báðar skoðaðar í ljósi frásagnaraðferðar, tæknilegrar umgjarðar, sjónrænnar áferðar og menningarlegra skírskotana, auk þess sem kvikmyndastarf Ásgeirs og Valgarðs er sett í sögulegt samhengi. Þá er sett fram viðtökufræðileg kenning um staðmiðaðan leshátt fyrir íslenskar kvikmyndir á tímabilinu fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs, en viðmiðin fyrir slíkan leshátt eru skýrð með tilvísun til fræðaskrifa um kvikmyndagerð smáþjóða.</p>2024-09-27T14:14:33+00:00##submission.copyrightStatement##