https://ritid.hi.is/index.php/ritid/issue/feed Ritið 2025-12-22T08:29:38+00:00 Guðrún Steinþórsdóttir ritid@hi.is Open Journal Systems <p><em>Ritið</em> &nbsp;– tímarit Hugvísindastofnunar&nbsp;kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því.&nbsp;Ritið&nbsp;birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p> https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/299 Bland í poka 2025-12-22T08:29:38+00:00 Guðrún Steinþórsdóttir gudrunst@hi.is 2025-12-22T08:29:16+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/288 „Var ég þá dómari! Var ég böðull?“ 2025-12-17T13:29:00+00:00 Ingibjörg Þorsteinsdóttir hug@hi.is Jón Karl Helgason jkh@hi.is Hafsteinn Þór Hauksson hthh@hi.is <p>Þverfaglegar rannsóknir á sambandi laga og bókmennta eiga sér langa sögu í Bandaríkjunum og náðu síðar fótfestu í Evrópu. Upphaflega tengdust þær umræðum um áhugavert lesefni fyrir nemendur í laganámi. Í greininni er fjallað stuttlega um þróun rannsóknarsviðsins og þá mælikvarða sem notaðir hafa verið til þess að meta hvort skáldverk eigi heima á þessum vettvangi. Höfuðviðfangsefnið er síðan skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl. Er hún sett í samband við ýmsar réttarheimspekilegar og stjórnspekilegar hugmyndir, sem og sígildar áskoranir réttarkerfisins við leitina að þeim sannleika sem telst hafinn yfir skynsamlegan vafa. Sagan er rædd í ljósi valdgreiningarhugmynda, stöðu matsmanna og þýðingar matsgerða og kenninga af meiði amerískrar raunsæishyggju í lögfræði um staðreyndarefa og regluefa. Niðurstaða höfunda er að Svartfugl eigi ekki síður erindi við íslenska laganema en ýmis sígild skáldverk sem mestrar hylli hafa notið á þessum vettvangi erlendis.</p> 2025-12-17T11:07:30+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/289 Andóf og innlimun 2025-12-17T13:29:02+00:00 Davíð G. Kristinsson dkristinsson@hi.is Marteinn Sindri Jónsson marteinnsindri@lhi.is <p>Í þessari grein er rýnt í það hvernig iðnaðaruppbygging á vegum íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegra stórfyrirtækja í byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar var gagnrýnd í verkum ýmissa listamanna hérlendis. Við greininguna er stuðst við kenningu frönsku félagsfræðinganna Lucs Boltanski og Ève Chiapello um gagnrýni listamannsins á kapítalismann. Enn fremur er rætt um skörun gagnrýni listamannsins, vistrænnar gagnrýni, auðgunarhagkerfisins og náttúruhverfrar þjóðernishyggju.</p> <p>Enn sem komið er hafa hvorki kenningar Boltanskis og Chiapello um gagnrýni listamannsins né kenningar Boltanskis og Arnauds Esquerre um auðgunarhagkerfið verið teknar til fræðilegrar umfjöllunar hér á landi. Markmið eftirfarandi greinar er tvíþætt. Annars vegar að kynna á íslenskum fræðavettvangi verk þessara kenningasmiða og hins vegar að sannreyna þá Frakklands-miðuðu fullyrðingu Boltanskis og Chiapello að gagnrýni listamannsins hafi, um það leyti sem framkvæmdir hófust við Kárahnjúka, verið „í lamasessi vegna innlimunar hins nýja anda kapítalismans á hluta af inntaki hennar“.</p> <p>Helsta niðurstaða okkar er sú að greina megi við síðustu aldamót á Íslandi endurnýjaða og staðbundna birtingarmynd gagnrýni listamannsins á tilteknar birtingarmyndir hnattvædds kapítalisma sem hafi hérlendis það sérkenni að renna saman við náttúruhverfa þjóðernishyggju.</p> 2025-12-17T11:25:07+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/291 „Það er sjálfbærni í þessu öllu“ 2025-12-17T13:29:04+00:00 Bergsveinn Þórsson bergsveinnth@bifrost.is Njörður Sigurjónsson njordur@bifrost.is <p>Greinin fjallar um hvernig fjórar íslenskar menningarstofnanir – Ríkisútvarpið, Harpa, Listahátíð í Reykjavík og Kvikmyndamiðstöð Íslands – hafa mótað og innleitt umhverfis- og sjálfbærnistefnur í starfsemi sinni. Byggt er á greiningu stefnuskjala og viðtölum við lykilstarfsmenn og rýnt í samspil mælanlegra aðgerða, opinberra forskrifta og faglegra gilda menningarstofnana. Í greiningunni eru kenningar DiMaggio og Powell um einsmótun (e. <em>institutional isomorphism</em>) og Boltanski og Thévenot um virðisveldi (e. <em>economies of worth</em>) notaðar til að sýna hvernig umhverfisstefnur menningarstofnana taka á sig mynd í samþættingu mismunandi réttlætinga og virðisheima. Niðurstöður sýna að þó að opinberar kröfur um sjálfbærni hafi mótandi áhrif, eru stefnur og aðgerðir menningarstofnana jafnframt afurð samninga milli ólíkra gilda, þar sem listræn sýn, samfélagsleg ábyrgð og samkeppnissjónarmið takast á og renna saman á mismunandi hátt. Greinin dregur fram hvernig menningarstofnanir takast á við samfélagsleg verkefni og spurningar um ábyrgð og réttlætingar.</p> 2025-12-17T11:44:48+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/292 Hættuleg málfarsumræða 2025-12-17T13:29:06+00:00 Ingunn Hreinberg Indriðadóttir ingunn@hi.is <p>Á Íslandi er löng hefð fyrir virkri umræðu um málfar og málvöndun sem einkennist gjarnan af íhaldssömum viðhorfum íslenskra málhafa gagnvart þjóðtungu sinni. Undanfarna áratugi hefur sú umræða í miklum mæli tekið sér bólfestu í athugasemdakerfum fréttamiðla og á samfélagsmiðlum. Málfarsumræðan fjallar að miklu leyti um skilgreiningar málhafa á „réttu“ og „röngu“ máli og getur hún stundum verið ansi neikvæð, jafnvel byggð á fordómum gagnvart öðrum málhöfum þar sem ákveðinn hópur málvöndunarsinna, sem telur sig tala rétt og gott mál, tengir hin ýmsu tilbrigði tungumálsins við mannkosti og sýnir yfirburði og vald gagnvart öðrum málhöfum, jafnvel á ofbeldisfullan hátt. Í þessari grein er fjallað um mörk málfarsumræðu og hatursorðræðu og það sem gerist þegar mengi þeirra skarast. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á eitraðri málfarsumræðu íslenskra málhafa á samfélagsmiðlum á árunum 2014-2022. Í rannsókninni voru skoðaðar athugasemdir málnotenda og greindar þrjár ólíkar birtingarmyndir þess að hatursfull eða eitruð ummæli séu látin falla í skjóli málvöndunar eða varðveislu íslenskrar tungu. Að lokum verða færð rök fyrir því að neikvæð og ofbeldisfull málfarsumræða skapi vettvang fyrir útbreiðslu fordóma og hatursorðræðu sem ógnar öryggi þeirra jaðarsettu hópa sem hún beinist gegn.</p> 2025-12-17T11:55:40+00:00 Copyright (c) https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/293 Virk málnotkun í skólastarfi 2025-12-17T13:29:09+00:00 Sigríður Ólafsdóttir sol@hi.is Berglind Hulda Theodórsdóttir hug@hi.is <p>Fjölmargar og síendurteknar rannsóknir hafa sýnt að lesskilningur eflist best þegar nemendur lesa um áhugaverð málefni, ræða saman og skrifa um efnið. Það er virk málnotkun nemenda sem hefur reynst árangursríkust til eflingar lesskilnings.</p> <p>Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir viðhorfi nemenda og reynslu af samræðum og ritun í skólastarfi yfir eitt skólaár, þ.e. frá upphafi til loka 7. bekkjar grunnskóla. Einnig var ætlunin að kanna hvernig ritunarfærni nemenda þróaðist á rannsóknartímabilinu. Þátttakendur voru 33 nemendur tveggja kennara, sem tóku þátt í starfsþróunarnámskeiði Menntafléttunnar, Byggjum á forvitni og áhuga nemenda: Aukin tækifæri til virkrar málnotkunar (hópur A), og 40 nemendur tveggja kennara, sem ekki sóttu námskeiðið (hópur B). Í hópi A voru allir nemendur með íslensku sem móðurmál en í hópi B voru sex nemendur með íslensku sem annað tungumál, með langan dvalartíma hérlendis. Spurningakönnun (reynsla og viðhorf) og ritunarpróf voru lögð fyrir í upphafi og við lok skólaársins.</p> <p>Næstum allir nemendur í hópi A sögðust oft eða stundum ræða saman um viðfangsefni námsins, hlutfallið var aðeins lægra í hópi B. Tveir af hverjum þremur nemendum í hópi A sögðust oft eða stundum skrifa sögur eða ritgerðir en helmingur nemenda í hópi B, bæði að hausti og að vori. Í báðum hópum var hærra hlutfall nemenda sem fannst skemmtilegt að skrifa en sagðist skrifa. Hlutfall jákvæðra til ritunar hélst hærra í skóla A, þó það hafi lækkað, en hækkaði í hópi B.</p> <p>Hópur A sýndi betri ritunarfærni að hausti og tók framförum á rannsóknartímanum í meðaltali stigafjölda (gæði ritunar), heildarfjölda orða og fjölda námsorða, en lækkun varð í hópi B á öllum þáttum. Hækkun í stigafjölda varð hjá 36,7% nemenda í hópi A og hjá 20% í hópi B. Lækkun varð hjá tveimur nemendum í hópi A (6,7%) og hjá átta nemendum í hópi B (20%). Að frátöldum þeim sem fengu hæstan stigafjölda að hausti og vori fengu 40% barnanna í hópi A og 57,5% í hópi B sama stigafjölda að hausti og að vori.</p> <p>Framfarir í hópi A í ritun gætu skýrst af því að börnin komu sterkari til leiks en líka af því að kennararnir fengu á námskeiðinu fræðslu um gagnreyndar kennsluaðferðir með samræðum og ritun, sem leið til eflingar lesskilnings, sem ætlunin var að kennararnir innleiddu í skólastarfið jafnóðum.</p> 2025-12-17T12:56:17+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/294 „Af barni Maður borinn er“ 2025-12-17T13:29:12+00:00 Jón Ásgeir Kalmansson jonkalma@hi.is <p>Greinin fjallar um merkingu þess að verða „eins og barn“ eða verða „barn í annað sinn“ í samhengi við hugmyndir um mannlegan þroska. Rætt er um þrjú þemu sem hafa annars vegar verið tengd barnæskunni og hins vegar því að fullorðnast, það er verða fullþroskuð manneskja. Þemun eru auðmýkt, undrun og leikur. Sem dygð hefur auðmýkt verið álitin ein höfuðprýði andlegs og siðferðilegs þroska, en jafnframt verið tengd börnum sérstaklega, bæði í ljósi eiginleika þeirra og stöðu í tilverunni. Rætt er hvernig auðmýkt sem hið barnslega sjónarhorn manneskjunnar á heiminn hefur djúpa þýðingu fyrir skynbragð hennar á gildi og mikilvægi hlutanna. Undrun er önnur siðferðileg dygð sem tengd hefur verið ferskri upplifun barnsins af veröldinni og hinu óvænta sem það sér hvarvetna. Hún birtist einnig í unun barnsins af einfaldri skynjun skynfæranna, auga þess fyrir staðreyndum lífheimsins og fyrir sjálfri tilvistinni. Í greininni er staldrað sérstaklega við hið síðasttalda, það er við þýðingu hins barnslega einfalda innsæis í undur tilvistarinnar fyrir þroskaðan og vakandi skilning á lífinu. Leikurinn er nálgun barna á tilveruna en ýmsir hugsuðir hafa einnig tengt hann við ýtrasta þroska manneskjunnar. Í þessu sambandi er sérstaklega rætt um náin tengsl leiksins við mannlegt frelsi og frjálsa virkni á borð við hugleiðingu og helgisiði, sem sumir heimspekingar hafa álitið að sé það besta sem mannlífið hefur upp á að bjóða. Undir lok greinarinnar er vikið að vísbendingum um að ýmislegt í þróun nútímasamfélags grafi undan barnæskunni, í samhengi þeirra þriggja þema sem rædd eru í greininni.</p> 2025-12-17T13:07:56+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/295 Streymi, stjórnlaus stafræna og skýið mikla 2025-12-17T13:29:15+00:00 Björn Þór Vilhjálmsson btv@hi.is <p>Fjölmiðlaumhverfi samtímans hefur tekið miklum breytingum á stuttum tíma og streymisveitur hafa umbylt því hvernig kvikmyndum er dreift í heiminum. Frá árinu 2015 eða þar um bil hefur kvikmyndin að mestu verið skilin frá hefðbundinni efnislegri birtingarmynd sinni (hvort sem átt er við vídjóspólur, blágeisladiska eða filmuspólur). Í greininni er sjónum beint að afleiddum áhrifum þessarar þróunar, sérstaklega dreifingar og aðgengismála, enda hefur það hvernig neyslu kvikmynda er háttað margþætt áhrif á kvikmyndamenninguna. Tvenns konar afstöðustillingarvandamál eru kynnt til sögunnar í þessu sambandi og er þeim ætlað að afmarka svið hins nýja tækniumhverfis sem fela í sér bjögun eða annmarka þegar kemur að kvikmyndaaðgengi og miðlun kvikmyndasögunnar. Fyrrnefnda vandamálið tengist fákeppnisstöðu ríkjandi streymisveitna og hið síðarnefnda tengist menningarmiðlunargildum. Saman má draga þessi afstöðustillingarvandamál saman í vandasamri stöðu neytandans andspænis fyrirtækjunum sem mest eru áberandi á vettvangi kvikmyndadreifingar og miðlunar, andspænis því sem í greininni er nefnt upphafna arkífan og andspænis árutruflunum í kvikmyndasögunni. Greininni lýkur svo með vangaveltu um stöðu íslenska kvikmyndaarfsins.</p> 2025-12-17T13:14:22+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/296 „Já, ég er drottning en ég er líka kona… og eiginkona!“ 2025-12-17T13:29:18+00:00 Eyrún Lóa Eiríksdóttir eyrunloa@hi.is <p>Birtingarmynd Elísabetar II sem sögupersónu í sjónvarpsþáttunum <em>Krúnunni</em> (e. <em>The Crown</em>) er tekin til skoðunar og reynt að bera kennsl á þá undirliggjandi póstfemínísku þræði sem eru ráðandi í persónusköpun hennar og færð rök fyrir því hvernig þessar áherslur endurspegla nútímakröfur til kvenna. Hér má nefna valkostaspurningar varðandi atvinnuþátttöku, ástarlíf, barnauppeldi, hækkandi aldur og að vera allt í öllu (e. <em>having it all</em>). Þá kemur afurð nýfrjálshyggjunnar, sjálfstraustsmenningin (e. <em>confidence culture</em>) reglulega fyrir í þáttunum þar sem ábyrgðinni er varpað á konuna sjálfa sem einstakling, í stað þess að beina sjónum að stofnanalegum og samfélagslegum valdastrúktúr. Í greininni er notast við orðræðugreiningu þar sem persónusköpun Elísabetar er sett í samband við skrif Peter Morgan og Robert Lacey. Sá fyrrnefndi lýsir þáttunum sem „sögulegum sannleik“ þó persónusköpun Elísabetar halli sér fremur að speglun á nútímaveruleika kvenna þar sem einblínt er á útlitslegar takmarkanir og ástarlíf valdamikillar konu sem um leið smættar hana og sögulega merkingu embættis hennar.</p> 2025-12-17T13:18:49+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/297 Ögun augans 2025-12-17T13:29:20+00:00 Helga Jónsdóttir helgajons@hi.is <p>Í þáttaröðinni <em>Black Mirror</em> er skyggnst inn í ímyndaða framtíðarheima en í þeim flestum hefur eitthvað farið úrskeiðis í sambandi manns og tækni. Í greininni er fjallað um þáttinn „Nosedive“ þar sem gefur að líta framandi náframtíð sem þó hefur beinar skírskotanir í veruleika áhorfandans og tækniumhverfi líðandi stundar. Einkenni skjásamfélags 21. aldar eru ýkt, allir ganga um með snjallsíma og þar að auki hefur tæknilegri linsu verið komið fyrir í augum þeirra. Samfélagsstaða fólks og réttindi ráðast af einkunn þess á samfélagsmiðli sem öllum ber að nota og áhyggjur af lágri stigagjöf leiða til þráhyggjukenndrar hegðunar og vélrænna samskipta. Í þættinum birtist ákveðinn samfélagslegur kvíði sem beinist að tækniumhverfi samtímans. Sá ótti kallast á við fræðiskrif um tengsl tækni, samfélags og síðkapítalisma en með því að skoða þáttinn í fræðilegu ljósi er gerð tilraun til að öðlast dýpri skilning á því hvernig hann er tilkominn og hvernig hann endurspeglar veruleika áhorfandans.</p> 2025-12-17T13:24:07+00:00 Copyright (c) 2025 Ritið