https://ritid.hi.is/index.php/ritid/issue/feedRitið2025-09-30T11:33:22+00:00Guðrún Steinþórsdóttirritid@hi.isOpen Journal Systems<p><em>Ritið</em> – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p>https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/274Læknahugvísindi2025-09-30T11:32:54+00:00Guðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.isDagný Kristjánsdóttirdagny@hi.is2025-09-30T00:00:00+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/275„Samlíðunin er uppspretta hins æðsta saungs“2025-09-30T11:32:54+00:00Guðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.is<p>Greinin fjallar um samlíðan (e. <em>empathy</em>) sem grundvallarþátt í mannlegum samskiptum og lykilatriði í heilbrigðisþjónustu. Rætt er um ólíkar skilgreiningar á hugtakinu og dregið fram hvernig samlíðan stýrist bæði af líffræðilegum þáttum, svo sem samspili spegilfrumna, og félagslegum þáttum eins og aðstæðum, tengslum og menningarlegu samhengi. Sérstök áhersla er lögð á hvernig læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk geta þjálfað og tileinkað sér samlíðan í starfi og komið henni til skila í samskiptum við skjólstæðinga meðal annars með því að hlusta af virðingu, sýna næmni og bregðast við tilfinningum annarra af mannúð. Í greininni er einnig rætt hvernig lestur og greining bókmenntatexta getur veitt læknum og læknanemum dýrmæta innsýn í tilfinningalíf sjúklinga og þjálfað þá í að greina og bregðast við ólíkum birtingarmyndum þjáningar. Í því skyni eru teknir til skoðunar valdir kaflar úr skáldsögunum <em>Jójó</em> eftir Steinunni Sigurðardóttur og <em>Grandavegi 7</em> eftir Vigdísi Grímsdóttur. Textarnir sýna með áhrifaríkum hætti hvernig skortur á samlíðan getur haft alvarlegar afleiðingar í samskiptum og hvernig bókmenntir geta stuðlað að dýpri skilningi á mannlegri reynslu, þjáningu og læknislistinni sjálfri.</p>2025-09-30T10:00:42+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/276Um myrkur sem mæðir og sögur sem græða2025-09-30T11:32:57+00:00Aðalheiður Guðmundsdóttiradalh@hi.is<p>Í þessari grein er fjallað um tvennt sem í fljótu bragði virðist ekki eiga margt sameiginlegt; íslensk ævintýri og myrkur. Í upphafi er rætt um almenn einkenni ævintýra, en einkum þó með tilliti til frásagnarfræði og formgerðar. Að því búnu er litið á tengingu íslenskra ævintýra við staðbundna þætti á borð við náttúru og árstíðir, með áherslu á veturinn, veðurfarið, dagsbirtuna og myrkrið og mörk þeirra, ljósaskiptin eða rökkrið. Spurt er hvort veturinn sé yfir höfuð sýnilegur í íslenskum ævintýrum? Og sé svo, hver sé þá birtingarmynd hans? Í þeim tilgangi að varpa skýrara ljósi á hlutverk vetrarins — og í þrengra samhengi myrkursins — eru ævintýrin sett í samhengi við líf og lífsskilyrði Íslendinga fyrr á öldum og glímu þeirra við náttúruna, hina löngu og dimmu vetur, jafnt sem eigin tilveru. Í framhaldinu er myrkrið skoðað í táknrænu ljósi, sem og frásagnarfræðilegt hlutverk þess innan þeirrar grunnformgerðar sem ævintýrin tilheyra. Að lokum er dregin sú ályktun að myrkrið gegni lykilhlutverki í íslenskum ævintýrum; ekki einungis sé það eitt af því sem kalla megi staðbundin einkenni þeirra, heldur einnig sá þáttur sem kallar — formgerðarinnar vegna — á andstæðu sína, ljósið, eða vonina.</p>2025-09-30T10:05:20+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/277Skáldskapurinn er leið til að lifa af2025-09-30T11:32:59+00:00Ingibjörg Eyþórsdóttirine11@hi.is<p>Það að segja sögur hefur alltaf verið ein af leiðum mannskepnunnar til að takast á við lífið, vinna úr tilfinningum og tengjast öðru fólki. Frásögukvæði eru þar á meðal. Ný rannsókn á sagnadönsum rennir stoðum undir þá kenningu að þeir tengist konum sterkum böndum; umfjöllunarefni þeirra er gjarnan samskipti karla og kvenna og í mörgum þeirra er ofbeldi sem karlar beita konur áberandi. Þeim kvæðum lyktar þó oft með því að konurnar hefna og hljóta ekki refsingu fyrir. Annars staðar koma tilfinningar og sjónarhorn kvenna sem þurfa að yfirgefa börn sín skýrt í ljós. Sögusamúð kvæðanna er því augljóslega kvennanna megin. Lagarammi samfélagsins á þeim tíma sem kvæðin voru helst skrifuð upp var strangur og refsingar fyrir svokölluð siðferðisbrot mjög harðar, jafnvel dauðarefsing. Freistandi er að líta á flutning sagnadansanna sem eins konar kaþarsis eða hreinsandi afl fyrir konur sem höfðu jafnvel þurft að sæta ofbeldi, í samfélagi þar sem sönnunarskylda í kynferðisbrotamálum var mjög þung.</p>2025-09-30T10:12:00+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/286„Riddarinn hallast við brotinn brand, bleik er hans unga kinn“2025-09-30T11:33:02+00:00Sveinn Yngvi Egilssonsye@hi.is<p>Í greininni er fjallað um skáldskap sem tengist berklum. Hún hefst á almennum inngangi um sögu berkla og menningarlega þýðingu þeirra sem „rómantísks sjúkdóms“. Síðan eru dregnar saman helstu niðurstöður erlendra rannsókna á berklabókmenntum. Susan Sontag og Katherine Byrne hafa bent á skáldskapareinkenni á borð við blómamál, lit og litleysi (roða, fölva), hita og kulda, hernaðarmál (bardaga, berkla sem óvin) og persónugervingar berkla eða dauðans (vofa, svipur, beinagrind). Auk þess hafa þær sýnt að í skáldskapnum birtast oft sterkar andstæður eins og lífsþorsti og dauðaþrá, fegurð og ljótleiki, ást og hatur eða beiskja, ástríður og deyfð, sköpunarkraftur og lamandi depurð, virkni og þolandaháttur, líkami og andi. Í greininni er leitað svara við þeirri spurningu hvort hliðstæð einkenni megi finna í íslenskri ljóðagerð. Könnunin beinist sérstaklega að völdum kvæðum eftir skáldin Jóhann Gunnar Sigurðsson (1882–1906), Stefán Sigurðsson frá Hvítadal (1887–1933) og Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum (1899–1946). Einnig er hugað að þeim hugmyndaklasa sem tengist sjúkdómum eins og berklum og getur falið í sér æsku, fegurð, gáfur, hnignun, depurð og dæmda ást eða ill örlög. Helstu niðurstöðurnar eru þær að í ljóðum þessara þriggja skálda, sem öll dóu úr berklum, megi greina hliðstæð einkenni og bent hefur verið á í erlendum berklaskáldskap. Áðurnefndar andstæður setja sterkan svip á kvæði þeirra allra. Mikið ber á myndmáli kulda og þrá eftir hlýju og birtu. Haust- og vetrarlandslag myndar þá gjarnan andstæðu við vor- og sumarmyndir. Í kvæðum Jóhanns Gunnars birtast veikindin oft í myndhverfingum og ummyndunum eins og þekkt er úr kvæðum eftir erlend skáld eins og John Keats (1795–1821) sem berklar drógu til dauða. Þeir yrkja báðir um föla riddara sem eru milli heims og helju (kvæðin La Belle Dame sans Merci og Í val). Jóhann Gunnar sækir stef og stíl í þjóðkvæði og lætur ljóðrænan óhugnað þeirra endurspegla vanlíðan og ótta þeirra sem eru alvarlega veik. Stefán frá Hvítadal yrkir á beinskeyttari hátt þó að hann beiti líka myndmáli til að lýsa þeirri líðan og tilfinningum sem fylgja því að vera haldinn lífshættulegum sjúkdómi. Kvæði Stefáns einkennast af hispurslausri tjáningu og tilfinningasveiflum sem lýsa von um bata og ótta við dauðann. Guðfinna frá Hömrum skapar ákveðinn ljóðheim sem helgast af fegurð, samhljómi og birtu. Tónlist setur sterkan svip á skáldskapinn og myndar eins konar hljómgrunn í lýsingum á náttúrunni og tilfinningum. Guðfinna yrkir um dulúðuga tóna og hljóma sem óma í sköpunarverkinu og tengja má hugmyndinni um „hljómlist hvolfanna“ (lat. Musica universalis, e. Music of the spheres). Keats yrkir á svipaðan hátt í Ode on a Grecian Urn og skapar í ljóðum sínum heim fegurðar og samhljóms. Nálægðin við dauðann og undirliggjandi depurð koma víða fram í ljóðum Guðfinnu og geta tekið á sig tónlistarmyndir. Þannig má greina ýmis einkenni berklabókmennta í ljóðum Guðfinnu en í samanburði við skáldskap Jóhanns Gunnars og Stefáns er ljóðheimur hennar fagurfræðilegri og hljómrænni. Í lok greinarinnar er hvatt til frekari rannsókna á íslenskum bókmenntum sem tengjast berklum.</p>2025-09-30T11:31:23+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/279„Ekkert endist. Annað en Sorgin. Og Ofurástin.“2025-09-30T11:33:07+00:00Guðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.is<p>Árið 2023 sendi Steinunn Sigurðardóttir frá sér verðlaunaskáldsöguna <em>BÓL</em> þar sem segir frá þýðandanum Líneik Hjálmsdóttur, eða LínLín eins og hún er kölluð. Meginviðfangsefni bókarinnar eru sorg, eftirsjá, ofurást og alvarleg áhrif þess að þegja yfir leyndarmálum um árabil. Rétt eins og kemur glögglega fram í sögunni hefur líf LínLín verið flókið; hún fær ekki æskuástina og í ofanálag upplifir hún margs konar missi; foreldrar hennar og einkadóttir eru látin, hún hefur veikst alvarlega og misst heilsuna og sælureitur hennar í sveitinni er á leið undir glóandi hraun. Í greininni er fjallað um hvernig sorg og sársauka LínLín er lýst og hvernig hún bregst við missi og söknuði. Sjónum er ekki síst beint að því hvernig nostalgían mótar frásögn hennar og hvernig fortíðarlöngun gegnir lykilhlutverki í sjálfsskoðun og tilraun til að skilja lífsreynsluna. Einnig er tekið til skoðunar hvernig sú vanlíðan sem hlýst af náttúruhamförum og loftslagsvá; einkum bráðnun jökla og yfirvofandi eyðileggingu landslags, sem áður veitti persónunni öryggi og ró; tengist hugtakinu solastalgía. Greiningin dregur fram hvernig skáldsagan <em>BÓL </em>varpar ljósi á flókið samspil sorgar, minninga og sjálfsmynda í lífi LínLín, og hvernig fortíðin – í gegnum nostalgíu, leyndarmál og tengsl við náttúruna – verður lykill að því að skilja nútíðina og lifa hana af.</p>2025-09-30T10:20:59+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/280Að lifa með ólýsanlegri örmögnun2025-09-30T11:33:10+00:00Nanna Hlín Halldórsdóttirnannahlin@hi.is<p>Þótt þreyta sé daglegur hluti lífsins þá er það oft hlutskipti langveiks fólks að lifa með meiri þreytu; ólýsanlegri örmögnun og orkuskerðingu. Á síðustu árum hefur komið betur og betur í ljós að einn hópur langveikra sem lifa með ME sjúkdómnum (Myalgic Encephalomyelitis) – sem áður var kenndur við síþreytu – finni til ákveðinnar gerðar af þreytu sem kallast í daglegu máli PEM (e. <em>post exertional malaise</em>). Sérkenni PEM-þreytu eru þau að þreytu-upplifunin finnst ekki endilega á því augnabliki þegar manneskjan er í mikilli virkni, hvort sem um er að ræða líkamlegt álag, tilfinningalegt eða hugrænt. PEM getur komið 24 klukkustundum eftir álag. Þar sem enn skortir lífmerki fyrir ME sjúkdóminn hefur þessi gerð þreytu skipt sköpum fyrir ME sjúklinga til þess að temja sér (takmarkaða) meðferð að nafni virkniaðlögun til aðlögunar þeim skerðingum sem fylgir sjúkdómnum. Markmið þessarar greinar er að fjalla um viðtalsrannsókn við þrettán ME sjúklinga um upplifun þeirra af þreytu, veikindum og hvernig það sé að lifa með ME á Íslandi í dag. Til þess að útskýra flókna stöðu þessa sjúklingahóps er gerð grein fyrir viðtökusögu ME og síþreytu á Íslandi sem og hugvísindalegum heimildum um þreytu. Viðtalsrannsóknin sýnir að þótt virkniaðlögun hjálpi þá geti verið erfitt að gera sér grein fyrir ýmsum tegundum af álagi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna þannig fram á að í PEM-þreytu blandast saman hugrænar, líkamlegrar, skynrænar og tilfinningalegar gerðir af örmögnun. Eins og viðtalsrannsóknin ber vitni um, er þessi margslungna þreyta erfiðari viðfangs en mælanlegar einingar líkamlegrar virkni geta sagt til um á borð við 500 metra göngutúr. Þetta undirstrikar hve erfitt er að lifa með sjúkdómi þar sem skortur á úrræðum og meðferðum er svo mikill.</p>2025-09-30T10:25:27+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/281„Strúktúrinn á heilbrigðiskerfinu … er ekki öruggur“2025-09-30T11:33:13+00:00Ástríður Stefánsdóttirastef@hi.isKristín Björnsdóttirkbjorns@hi.is<p>Greinin fjallar um stöðu fatlaðs fólks þegar kemur að flokkun sjúklinga inn á gjörgæslu í neyðaraðstæðum. Hún byggist á siðfræðilegri greiningu á neyðarflokkun og viðtölum við fatlað fólk og aðstandendur þeirra um upplifanir þeirra af COVID-19 faraldrinum. Siðfræði neyðarflokkunar (e. <em>triage</em>) er gjarnan grundvölluð á hugmyndum um hámörkun gagnsemi (e. <em>benefit maximization</em>). Þau sjónarmið geta skapað togstreitu við gildi eins og félagslegt réttlæti og mannréttindi. Þær íslensku verklagsreglur sem giltu í COVID-19 faraldrinum við forgangsröðun sjúklinga inn á gjörgæslu, ganga út frá mati á gagnsemi gjörgæslumeðferðar. Þegar sjúklingar eru metnir er það gert á grundvelli mats á hrumleika. Hér er byggt á hrumleikaskala sem á ensku nefnist Clinical Frailty Scale. Þessi skali hefur verið gagnrýndur fyrir að fela í sér hlutdrægni gagnvart fötluðu fólki. Þótt hugmyndir um gagnsemi séu mikilvægar þegar beitt er neyðarflokkun þarf að hafa í huga að líf fatlaðs fólks er almennt vanmetið þegar slíkum skölum er beitt. Þar eru fötlunarfordómar innbyggðir í matið sem dregur kerfisbundið úr líkum fatlaðs fólks á að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Ótti við fordóma af þessum toga birtist í viðtölum við fatlað fólk og aðstandendur þeirra. Vegna hættu á hlutdrægni er samráð við fatlað fólk nauðsynlegt í gerð reglna um neyðarflokkun. Auk þess er mikilvægt að sú vinna sé gagnsæ og að reglurnar séu rýndar bæði lagalega og siðferðilega. Jafnframt þarf að greiða almennt aðgengi fatlaðs fólks að heilbrigðisþjónustu og andæfa þeim fordómum sem birtast gegn þeim í samfélaginu.</p>2025-09-30T10:33:40+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/282Gott að eldast?2025-09-30T11:33:16+00:00Dagný Kristjánsdóttirdagny@hi.is<p>Í esseyjunni fjallar Dagný Kristjánsdóttir um móður sína, sem veiktist af Alzheimer-sjúkdómnum, og samband þeirra. Hún ræðir sérstaklega hlutverk aðstandenda fólks sem missir minnið og um leið hvernig viðmóti sjúklingar með heilahrörnun og aðstandendur þeirra geta mætt í skiptum við heilbrigðisstéttina. </p>2025-09-30T11:04:03+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/283Hverjum klukkan glymur. Hún glymur þér.2025-09-30T11:33:18+00:00Ásdís Káradóttirritid@hi.is<p>Í essyjunni „Hverjum klukkan glymur. Hún glymur þér.“ fjallar Ásdís Káradóttir um upplifun sína af því að greinast með krabbamein. Þá ræðir hún jafnframt hvernig bókmenntir, sögur, ljóð og kvikmyndir hafa verið henni sem ferðalangar í gegnum lífsreynsluna og veitt henni félagsskap, hvatningu og þrek til að halda lífinu áfram en einnig vakið hjá henni gagnrýna hugsun varðandi það hvernig rætt er öðruvísi um krabbamein en aðra sjúkdóma.</p>2025-09-30T11:10:26+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/284Þrjú ljóð eftir Diddu skáldkonu2025-09-30T11:33:19+00:00Sigurlaug Didda Jónsdóttirritid@hi.is<p>Didda skáldkona (Sigurlaug Didda Jónsdóttir) hefur komið víða við í listinni. Hún hefur ort ljóð, samið skáldsögur og söngtexta, leikið í kvikmyndum og stigið á stokk sem söngkona auk þess sem hún er menntuð í tösku- og veskjagerð. Fyrsta bók hennar var Lastafans og lausar skrúfur sem kom út árið 1995 en síðan þá hefur hún sent frá sér þrjú verk; Erta (1997), Gullið í höfðinu: hetjusaga (1999) og Hamingja (2021). Fyrstu þrjár bækurnar eiga það sameiginlegt að vera hispurslausar og búa yfir berorðum og ögrandi lýsingum sem eru lausar við allan tepruskap en algeng yrkisefni Diddu eru annarleg hegðun, kynlíf og ofbeldi. Ljóðin þrjú sem hér birtast eru af annarri gerð en þau fjalla um persónulega reynslu skáldkonunnar. Þegar Didda var þriggja ára gömul varð hún fyrir því óláni að festa höfuðið á milli rimla í handriði. Faðir hennar, sem hafði verið á sjónum dögum saman, kom að henni og rykkti henni lausri með þeim afleiðingum að hún skekktist fyrir lífstíð. Tilveran breyttist og alla tíð síðan hefur sáraukinn búið í líkama Diddu. Í ljóðunum fjallar hún um þennan atburð sem breytti lífi hennar, alvarlegar afleiðingar hans og sambandið við föðurinn en einnig hvernig hún hefur tekist á við sársaukann. Ljóðin eru því ákveðið meðal til þess að lækna fortíðina og frelsa þá aðila sem tilheyrðu þessum atburði með fyrirgefningu og sátt.</p>2025-09-30T11:15:28+00:00Copyright (c) 2025 Ritiðhttps://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/285Heilinn. Minnisblað2025-09-30T11:33:22+00:00Jón Bjarni Atlasonritid@hi.is<p>Svissneska rithöfundinum Max Frisch (1911–1991) var minnið, eða öllu heldur minnistap og hrörnun heilans, hugleikið er líða tók á feril hans. Hugleiðingar hans um gleymsku, minnisglöp, starfsemi heilans og öldrun er að finna víða í verkum hans og öðrum gögnum sem hann lét eftir sig.</p>2025-09-30T11:20:16+00:00Copyright (c) 2025 Ritið