https://ritid.hi.is/index.php/ritid/issue/feedRitið2025-05-06T13:01:49+00:00Guðrún Steinþórsdóttirritid@hi.isOpen Journal Systems<p><em>Ritið</em> – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p>https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/260Inngangur að þema2025-05-06T13:01:31+00:00Ásdís Rósa Magnúsdóttirasdisrm@hi.isÁstráður Eysteinssonastra@hi.isKristín Guðrún Jónsdóttirkrjons@hi.isRúnar Helgi Vignissonrhv@hi.isGuðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.is2025-05-06T10:53:04+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/261Augað sem „prófunarstaður“2025-05-06T13:01:31+00:00Alda Björk Valdimarsdóttiralda@hi.is<p>Hér má sjá greiningu á því hvernig sagan, „The Displaced Person“ dregur upp mynd af heimi sem er guðlaus og varpar ljósi á samtíma höfundar en einnig okkar eigin tíma. Persónur verksins eiga það sameiginlegt að sjá ekki fegurð eða helgidóm í umhverfi sínu. Þær eru hræddar og óöruggar og lifa fyrir það að tryggja sína eigin afkomu. Sagan varpar ljósi á samkeppi, kapphlaup á milli einstaklinga og hópa, græðgi og örvæntingarfullar leiðir sem fólk fer til að losna við þá sem ögra afkomu þeirra. Auk þess er rannsakað hvernig sagan leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga sér fastan stað og hvernig folk bregst við þegar öryggi þess er ógnað. Persónur verksins missa heimili sitt og atvinnu, öll nema presturinn, sem sér jafnframt örlítið lengra en aðrir í sögunni. Í einhverjum skilningi eru þau öll á vergangi, heimilislaus eða staðlaus undir lok sögunnar. Sagan á í textatengslum við Jobsbók og segir frá möguleikum náðar á ögurstundu í lífi manneskju sem hefur misst allt sem hún á, eftir að hafa orði vitni að og tekið sjálf þátt í vonskuverki. Góðmennska Guðs er þó skammt undan og birtist í líki páfuglsins hennar, táknmyndar hins helga, þess varanlega, fegurðarinnar og tímaleysis.</p>2025-05-06T10:58:42+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/262Um siðbætandi sögur og ævintýri í Kvöldvökunum 17942025-05-06T13:01:33+00:00Ásdís Rósa Magnúsdóttirasdisrm@hi.is<p>Stuttir textar af ýmsum toga voru vinsælt efni í fyrstu ritunum sem ætluð voru ungmennum hérlendis. <em>Sumargjöf handa börnum </em>kom út árið 1795 og á árunum 1796 og 1797 voru <em>Kvöldvökurnar 1794 </em>eftir Hannes Finnsson gefnar út. Í <em>Kvöldvökunum 1794 </em>er að finna úrval stuttra frásagna af ólíkum toga, flestar þýddar úr frönsku og þýsku. Hannes Finnsson var kunnugur mörgum erlendum verkum fyrir ungmenni en sýndi ritum franska rithöfundarins og kennslukonunnar Marie Leprince de Beaumont sérstakan áhuga. Eitt verka hennar er <em>Le Magasin des enfants </em>sem kom út í Lundúnum árið 1756 og gjarnan er litið á sem fyrstu frönsku barnabókina. Hannes þýddi margar af sögunum sem þar birtust og vera má að hann hafi haft verkið til hliðsjónar við gerð <em>Kvöldvakanna 1794</em>. Í greininni er fjallað um helstu einkenni ritanna tveggja: trúarlega og vísindalega uppfræðslu, siðbætandi sögur, samtöl og, að lokum, örlítið um þýðingar Hannesar á sögum Leprince de Beaumont.</p>2025-05-06T00:00:00+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/263Ljós og skuggar í sögulegri sagnagerð Madame de Lafayette eða hin ósagða saga um greifann af Tende2025-05-06T13:01:35+00:00Guðrún Kristinsdóttirgudrunkr@hi.is<p>Sögulega smásagan <em>Greifynjan af Tende </em>eftir Madame de Lafayette (1634–1693) kom nýverið út í íslenskri þýðingu í smásagnasafninu <em>Fríða og dýrið. Franskar sögur og ævintýri fyrri alda</em>. Fjallað verður um söguna og hún sett í samhengi við smásöguna <em>La Princesse de Montpensier </em>og sögulegu nóvelluna <em>La Princesse de Clèves </em>eftir sama höfund sem báðar teljast með merkustu bókmenntaverkum sautjándu aldar. Allar sögurnar þrjár gerast við hirðir síðustu Valois-konunganna á tímum trúarbragðastríðanna, um hundrað árum fyrir ritunartíma þeirra. Skáldskaparfræðileg greining á frávikum höfundar frá sögulegum staðreyndum leiðir í ljós að eitt af því sem fyrir skáldkonunni hefur vakað, hefur verið að minnast kvenna sem dæmdar höfðu verið til gleymsku og afreka sem kenna mætti við borgaralega óhlýðni.</p>2025-05-06T11:12:08+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/264Nokkrir þankar um eiginkonu guðs2025-05-06T13:01:36+00:00Guðrún Steinþórsdóttirgudrunst@hi.is<p>Rithöfundurinn Kristín Ómarsdóttir er þekkt fyrir að leika sér með mörk ímyndunar og veruleika í skáldskap sínum. Gott dæmi um það er bókin <em>Einu sinni sögur </em>sem hún sendi frá sér árið 1991. Bókin er safn stuttra texta en þar birtust meðal annars smásögurnar „Eiginkona guðs“, „Hvíldardagur“ og „Vegakort“ sem mynda eins konar sagnasveig en þær fjalla um hjónaband og hversdagslegt líf guðs og eiginkonu hans. Í greininni er fjallað um sögurnar með hliðsjón af kenningum um ónáttúrulegar frásagnir, ímyndunaraflið og femínisma og skoðað hvaða aðferðum Kristín beitir til að fylla inn í eyður <em>Biblíunnar </em>og hvernig hún leikur sér að þekktum sögum og blandar saman skáldskap og veruleika til að varpa ljósi á ýmsa þætti sköpunarsögunnar og ólíka stöðu kynjanna.</p>2025-05-06T11:19:31+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/265Skrifað í nýju landi2025-05-06T13:01:37+00:00Gunnþórunn Guðmundsdóttirgunnth@hi.is<p>Undanfarin ár hafa rithöfundar af erlendum uppruna haslað sér völl í íslenskum bókmenntum. Þar hefur smásagan verið mikilvæg bókmenntagrein og hafa margar verið birtar á ýmsum tungumálum í tímariti Ós pressunnar og á íslensku í <em>Tímariti Máls og menningar</em> og víðar. Höfundarnir sem hér eru til umræðu eru <em>emigrés, </em>útflytjendur, innflytjendur, farandfólk, fólk af erlendum uppruna, fólk sem býr ekki í upprunalandi sínu og skrifar bókmenntir. Í greininni er hvatt til þess að við veitum slíkum bókmenntum athygli, vegna þess að þannig textar geti stundum lent á milli skips og bryggju og ekki endilega fengið þá fræðilegu umfjöllun sem þeir eiga skilið. En þarna getur einmitt verið nýjabrumið, öðruvísi skrif og raddir sem þurfa að sanna tilverurétt sinn í nýju landi og við þurfum að hlusta á. Í þessari grein er sagan „Jæjabúðin“ eftir Elenu Ilkovu greind í ljósi eftirlendufræða, frásagnarfræða og út frá hugmyndum um fjöltyngi og innflytjendabókmenntir. Þá er rætt um mikilvægi ferðalagsins í bókmenntasögunni og skoðað hvernig tilfærsla milli menningarheima getur haft áhrif á bókmenntalandslagið.</p>2025-05-06T11:24:29+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/266Heimurinn er heimili2025-05-06T13:01:38+00:00Haukur Ingvarssonhaukiri@hi.is<p>Í greininni er fjallað um smásögu Kristínar Eiríksdóttur „Hundrað og fimmtíu fermetrar á hundrað þúsund kall“ (2013) og skáldsögurnar <em>Tómas Jónsson. Metsölubók </em>(1966) eftir Guðberg Bergsson og <em>Leigjandann </em>(1969) eftir Svövu Jakobsdóttur. Í öllum þessum sögum gegnir kalda stríðið mikilvægu hlutverki en þær eiga það jafnframt sameiginlegt að í þeim eru heimili notuð sem myndhverfingar til að spegla hnattræn átök. Þá kemur staða Íslands á alþjóðavettvangi til álita; ungs lýðveldis sem þiggur ríkulega efnahagsaðstoð frá Bandaríkjamönnum eftir seinni heimsstyrjöld og gerir síðan við þá varnarsamning sem tryggir þeim hernaðarréttindi á landinu til langs tíma. Hluti af myndmáli sagnanna þriggja eru leigjendur og leigusalar sem aftur vekur spurningar um hvað leigusali selji og hvað leigjandi hafi keypt. Rýnt er í þessi gagnkvæmu sambönd en sjónum er einnig beint að því hvernig híbýli, bókasöfn og innanstokksmunir eru notuð með táknrænum hætti til að endurspegla þá heimsmynd sem brugðið er upp í verkunum.</p>2025-05-06T00:00:00+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/267„Hvað ætti mér svo sem að finnast?“2025-05-06T13:01:40+00:00Helga Birgisdóttirhelgabi@hi.is<p>Greinin fjallar um smásagnakennslu í íslenskum framhaldsskólum og byggir á niðurstöðum</p> <p>rannsóknar höfundar, sem fól í sér greiningu fjölbreyttra gagna og fjölda viðtala, sem leiddi í ljós fremur neikvætt viðhorf til bæði bókmenntahugtaka og lesturs smásagna innan framhaldsskólanna. Í greininni segir fá kennslutilraunum höfundar, sem byggja á kenningum Ritu Felski um geðhrif, sem höfðu það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á lestrarupplifun nemenda og nálgast þar með þau hæfniviðmið sem sett eru fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla.</p>2025-05-06T12:33:30+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/268Hugarórar eða raunverulegur hryllingur?2025-05-06T13:01:41+00:00Kristín Guðrún Jónsdóttirkrjons@hi.is<p>Í sögum Amparo Dávila (Mexíkó 1928–2020) bregður oft fyrir verum sem erfitt er að átta sig á; hvort um sé að ræða fólk, dýr, drauga, samgengla eða eitthvað allt annað. Dávila gaf út fyrstu sögur sínar á sjötta áratug síðustu aldar þegar mikill uppgangur var í smásagnaskrifum í Mexíkó og öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Verk Dávila eru oft sett í samhengi við furðusögur eða hrollvekjur. Sjálf segist hún skrifa um fyrirbæri sem eru sprottin af raunverulegri reynslu. Í greininni verða þessar einkennilegu verur teknar fyrir í þremur smásögum hennar og íhugað hvað sé mögulega á bak við þær.</p>2025-05-06T12:37:42+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/269Þýskar þýðingar á íslenskum smásögum og nóvellum 1883–19132025-05-06T13:01:42+00:00Marion Lernermarion@hi.is<p>Greinin fjallar um rannsókn á íslenskum smásögum og nóvellum sem komu út í þýskri þýðingu 1883–1913. Rannsóknin leggur áherslu á virkni þýðenda í ferlinu og byggir að stórum hluta á hliðartextum sem þýðendur létu fylgja þýðingum sínum eða birtu í öðrum miðlum. Hún sýnir fram á að alls komu út á þýsku 44 þýðingar eftir níu þýðendur sem byggja á 24 íslenskum frumtextum eftir átta höfunda. Þýðingarnar birtust með skömmu millibili í dagblöðum, almennum eða sérhæfðum tímaritum og bókaútgáfu. Margar þýðingar voru prentaðar oftar en einu sinni en einnig þýddu ólíkir þýðendur sömu texta með skömmu millibili þannig að tíðni birtinga var há. Mótað var hugtakið „íslenskur sagnaskáldskapur“ og íslenskum höfundum af ólíkum kynslóðum og stefnum var skipað undir sama merkimiðann. Eftirtektarvert er að íslensk bókmenntaverk voru oft þýdd á þeim forsendum að túlka mætti þau sem þjóðfræðilegar heimildir um Ísland frekar en sjálfstæð bókmenntaverk.</p>2025-05-06T12:41:24+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/270Brögð og brellur í Riddaraliði Ísaaks Babels2025-05-06T13:01:43+00:00Rebekka Þráinsdóttirrebekka@hi.is<p>Vorið 1920 hélt Fyrsta riddaralið Rauða hersins í herför inn í Pólland. Herförin, sem var einn angi borgarastríðsins í kjölfar rússnesku byltingarinnar, átti að vera liður í útbreiðslu kommúnismans, en misheppnaðist sem slík. Rithöfundurinn Ísaak Babel fór með í þessa för sem fréttaritari tímaritsins <em>Rauða riddaraliðans </em>sem dreift var á vígstöðvunum. Frægasta verk Babels, smásagnasafnið <em>Riddaraliðið</em>, byggir á reynslu hans úr þessu hörmulega stríði. Sögumennirnir eru fleiri en einn, en Kíríll Ljútov er sá þeirra sem mest vægi hefur. Hann er draumóramaður og gyðingur í hersveit kósakka, sem reynir að koma auga á einhvern tilgang í ringulreið stríðsins en fyllist þess í stað djúpum trega. Í greininni er sagt frá <em>Riddaraliðinu </em>og nokkrum meginþemum þess.</p>2025-05-06T12:46:38+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/271Skrifaðu smásögu!2025-05-06T13:01:44+00:00Rúnar Helgi Vignissonrhv@hi.is<p>Greinin „Skrifaðu smásögu!“ eftir Rúnar Helga Vignisson fjallar um ferlið að skrifa smásögu og veitir ýmis ráð til rithöfunda. Rætt er um eðli og eiginleika smásögunnar og hún skoðuð í sögulegu ljósi meðfram því sem tæknileg atriði eru tekin til umfjöllunar, svo sem sviðsetning, sjónarhorn, persónusköpun og bygging. Rúnar Helgi tekur ýmis dæmi til að sýna í hnotskurn hvers konar kröfur smásögur gera til höfundar um það hvernig hann nálgast viðfangsefni sitt. Í greininni er bent á að smásögur séu knappar og markvissar; þær þurfi að miðla tilfinningum og dýpt í fáum orðum. Þar getur undirtexti komið að góðum notum. Rúnar ræðir einnig hvernig beiting stíls og tákna getur nýst til að skapa ákveðið andrúmsloft í sögu og auka áhrif hennar. Smásögu má síðan ljúka á ýmsa vegu, til dæmis með óvæntum endi eða hugljómun, en einnig má fela lúkninguna milli línanna. Þegar uppkast er komið í hús þarf höfundur að beita agaðri umritun og láta hvert orð berjast fyrir tilveru sinni. Bendir Rúnar á nokkur atriði sem gott sé að vera á varðbergi gegn, svo sem þá tilhneigingu margra höfunda að taka óþarflega langa atrennu að sögunni eða ljúka henni í of löngu máli þannig að lítið verður fyrir lesandann að túlka.</p>2025-05-06T12:51:41+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/272Hin fjölbreytilega smásagnagerð Þórbergs Þórðarsonar2025-05-06T13:01:46+00:00Soffía Auður Birgisdóttirsoffiab@hi.is<p>Í greininni er fjallað um ýmsa texta eftir Þórberg Þórðarson sem vel mætti fella undir regnhlífarhugtakið <em>smásögur</em>. Sýnt er fram á að í verkum Þórbergs má víða finna styttri og lengri texta sem auðvelt er að kljúfa frá heildinni og birta sem sjálfstæðar einingar. Innan höfundaverks hans er að finna fullgildar smásögur, dýrasögur, örsögur og pistla sem fléttaðir eru inn í stærra samhengi en geta staðið sem sjálfstæð verk. Þá er sérstakri athygli beint að kvæðasafninu <em>Eddu Þórbergs Þórðarsonar </em>og bent á að með hverju kvæði bókarinnar fylgir frásögn af tilurð þess. Sumar þeirra frásagna mætti flokka sem smásögur eða örsögur. Ljóst er að Þórbergur leitaðist ætíð við að fella skrif sín að nýjum og nýjum formum, trúr þeirri sannfæringu að form sérhvers texta eigi að laga sig að viðfangsefninu hverju sinni. Þetta fjallar hann sjálfur um í kaflanum „Rithöfundur“ í bókinni <em>Meistarar og lærisveinar </em>sem gefin var út árið 2010, löngu eftir andlát Þórbergs, en þar lýsir hann viðhorfi sínu til ritstarfa og hvert takmark hans í ritlistinni var.</p>2025-05-06T12:55:29+00:00##submission.copyrightStatement##https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/273Sviðin jörð og silungsveiði2025-05-06T13:01:47+00:00Sveinn Yngvi Egilssonsye@hi.is<p>Áföll og umhverfisvitund í smásögunni Tvíhjartað stórfljót eftir Ernest Hemingway „Big Two-Hearted River“ (Tvíhjartað stórfljót) er smásaga í tveimur hlutum sem birtist í bókinni <em>In Our Time </em>(1925) eftir bandaríska rithöfundinn Ernest Hemingway (1899–1961). Frásögnin er í þriðju persónu og segir frá útilegu og silungsveiði ungs manns, Nicks Adams, sem er einn á ferð í skóglendi Norður-Michigan. Hann er söguhetjan í 24 smásögum sem Hemingway gaf út á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Saman birta sögurnar brotakennda mynd af lífi þessarar skálduðu persónu sem slasast í fyrri heimstyrjöldinni og reynir að ná sér eftir heimkomuna til Bandaríkjanna. Þó að ekki sé minnst á stríðið og einungis ýjað að því í Tvíhjörtuðu stórfljóti má lesa söguna sem tilraun manns, sem orðið hefur fyrir áfalli, til að gleyma hinu liðna og lifa í núinu. Endurnýjuð tengsl við náttúruna eru mikilvægur þáttur í því ferli eins og sjá má á útivist og veiðum Nicks. Í greininni er fjallað um þessi umhverfistengsl og náttúrulýsingar í ljósi vistrýni. Auk þess eru ákveðin áfallamerki og tákn í frásögninni túlkuð út frá áfallafræði og minnisfræði.</p>2025-05-06T13:00:09+00:00##submission.copyrightStatement##