Ritið https://ritid.hi.is/index.php/ritid <p><em>Ritið</em> &nbsp;– tímarit Hugvísindastofnunar&nbsp;kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári. Hvert eintak er jafnan tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því.&nbsp;Ritið&nbsp;birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.</p> is-IS ritid@hi.is (Guðrún Steinþórsdóttir) lindae@hi.is (Linda Erlendsdóttir) lau, 21 des 2024 11:04:34 +0000 OJS 3.1.1.1 http://blogs.law.harvard.edu/tech/rss 60 Satt að segja https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/245 Huldar Breiðfjörð, Rúnar Helgi Vignisson, Guðrún Steinþórsdóttir ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/245 fös, 20 des 2024 00:00:00 +0000 Í sambandi við veruleikann https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/246 <p>Hugtakið „sannsaga“ er þýðing og staðfærsla á enska hugtakinu „creative nonfiction“. Það er haft um bókmenntir þar sem aðferðum frásagnarlistarinnar er beitt til þess að miðla sannsögulegu efni. Oftar en ekki felur það í sér að breyta efninu að einhverju leyti í fyrstu persónu frásögn með tilheyrandi sviðsetningum og stílbrögðum. Hugtakið er því bæði haft um aðferð og nýtt til flokkunar. Upptökusvæði greinarinnar er öðru fremur enska hugtakið og umræða sem því tengist og allt er það jafnframt skoðað út frá íslenskum forsendum.</p> <p>Gerð er grein fyrir uppruna hugtaksins og það sett í samhengi við óskáldaðar &nbsp;bókmenntir af þessu tagi. Hugsunin á bak við íslenska hugtakið er einnig útskýrð. Helstu einkenni sannsagna eru tíunduð og þær staðsettar í litrófi skáldaðra og óskáldaðra bókmennta. Eins og íslenska heitið ber með sér stefna höfundar sannsagna að því að hafa það sem sannast reynist en eru um leið meðvitaðir um þau takmörk sem minnið setur. Þeir gangast við huglægni sinni og telja það heiðarlegra og trúverðugra en að fela sig á bak við hlutlægni sem sé hvort eð er ekki annað en tálsýn.</p> <p>Sannsögur hafa iðulega svipað yfirbragð og skáldaðar sögur (þ.á m. skáldævisögur). Þess vegna er ekki hægt að skera úr um það með vissu í hvorn flokkinn sannsögulegur texti fellur nema það sé gefið til kynna í einhvers konar hliðartexta af hálfu höfundar eða útgefanda. Stundum dugir það ekki til vegna þess að höfundar hafa orðið berir að því að fara frjálslega með og jafnvel ljúga til um eðli verka sinna. Samband sannsagna við veruleikann og sannleikann er margslungið eins og fram kemur í greininni.</p> <p>Ýmis siðferðileg álitaefni geta fylgt því að skrifa sannsögu, einkum þegar kemur að því að skrifa um annað fólk. Höfundur ber ábyrgð gagnvart þeim sem hann skrifar um og þarf að kosta kapps um að gera það á sanngjarnan og heiðarlegan hátt, ekki síst til þess að öðlast traust lesandans. Verði höfundur of upptekinn af sjálfum sér, montinn jafnvel, er eins víst að hann glati trausti. Sannsögur eiga sér ýmsar birtingarmyndir en finna sér einna helst farveg í esseyjum, minningabókum (e. <em>memoir</em>) og ferðasögum.</p> Huldar Breiðfjörð, Rúnar Helgi Vignisson ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/246 fös, 20 des 2024 14:33:12 +0000 Hin mörgu gervi æviskrifa https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/247 <p>Rannsóknir á sjálfsæviskrifum hafa tekið mikinn kipp á síðastliðnum áratugum og fullyrða má að fá rannsóknarsvið hafa vaxið álíka hratt og æviskrifarannsóknir sé litið til vettvangs bókmenntafræða. Mörk skáldskapar og ævisögu hafa lengi verið dregin í efa og því viðhorfi að öll æviskrif séu óhjákvæmilega lituð skáldskap, og eins að allur skáldskapur byggi á ævisögulegri reynslu, er víða haldið á lofti. Í greininni er rakin saga rannsókna á æviskrifum, bæði á Íslandi og erlendis, með sérstöku tilliti til sjálfsævisagna og skáldævisagna. Athyglinni er sérstaklega beint að fræðilegri umræðu um sjálfsæviskrif, þróun umræðunnar á Vesturlöndum rakin og reifuð helstu deiluefni sem snerta óljós mörk ævi og skáldskapar, lífs og listar. Fjallað er um mismunandi skilgreiningar á æviskrifum og rætt um tengsl á milli sjálfsævisagna og skáldsagna, annars vegar, og sjálfsævisaga og sagnfræði, hins vegar. Undir lokin eru reifaðar tilraunir eins áhrifamesta fræðimanns á þessu sviði, Philippe Lejeune, til að skilgreina sjálfsævisöguna sem bókmenntaform en hann gerði þrjár tillögur að skilgreiningu á síðustu áratugum liðinnar aldar. Að lokum er spurt hvort dagar hinnar hefðbundnu sjálfsævisögu séu taldir og skáldævisagan taki alfarið yfir.</p> Soffía Auður Birgisdóttir ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/247 fös, 20 des 2024 14:38:16 +0000 Olnbogabarnið Jóhannes Birkiland https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/248 <p>Jóhannes Birkiland (1886–1961) er þekktastur fyrir sjálfsævisögu sína <em>Harmsaga æfi minnar</em>: <em>Hvers vegna ég varð auðnuleysingi </em>sem kom út í fjórum hlutum 1945–1946. Í greininni er fjallað um verkið með lýsandi hætti en lítið hefur verið fjallað um Jóhannes í fræðilegri umræðu. Fleiri sjálfsævisöguleg verk Jóhannesar Birkilands eru til umfjöllunar, þá sérstaklega ritin <em>Ameríka</em>: <em>áreiðanlegar frásagnir um lífið í Vesturheimi </em>(1927) og <em>Villigötur </em>(1935).</p> <p>Verkin eru skoðuð út frá sjónarhorni andhetjuminnisins sem er áberandi í þeim en sögur Jóhannesar um sjálfan sig fjalla um mann sem upplifir sig utanveltu í samfélagi sínu. Verk hans eru einnig greind með hliðsjón af verkum annarra íslenskra sjálfsævisagnahöfunda. Þar ber helst að nefna <em>Íslenzkan aðal </em>(1938) og <em>Ofvitann </em>(1940) eftir Þórberg Þórðarson og <em>Ferðasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk</em>. Í greininni eru útlistuð andhetjuminni í sjálfsævisögum þeirra áþekk þeim sem er að finna í sjálfsævisögum Jóhannesar. Færð eru rök fyrir því að bersögli þeirra og Jóhannesar magni upp þau minni og jaðarstöðu höfunda sem jafnframt eru aðalpersónur verkanna. Einnig er gripið til samanburðar við andhetjur í skálduðum verkum eins og <em>Útlendingum </em>eftir Albert Camus <em>og Bjargvættinum í grasinu </em>eftir J. D. Salinger. Greinarhöfundur útlistar sérstaklega hugtakið rörsýn fyrir minni sem einkennir hugarástand andhetja og er lýsandi fyrir bölsýni þeirra.</p> Flóki Larsen ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/248 fös, 20 des 2024 14:49:06 +0000 Er ferðasagan dauð? https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/249 <p>Greinin rekur þróun ferðasögunnar sem bókmenntaforms aftur um tæp 2500 ár og skoðar hvernig það hefur mótast í gegnum tíðina. Ferðaskrif hafa tekið umtalsverðum breytingum í gegnum aldirnar enda færist hlutverk þeirra frá því að vera ýmist praktískt eða vísindalegt tól landkönnuða og ferðalanga yfir í að verða að bókmenntum sem virðast ýmist hugsaðar til afþreyingar eða fræðslu. Ferðasagan náði miklum vinsældum á millistríðsárunum og aftur á áttunda áratug síðustu aldar en hún hefur líka þótt vandræðafyrirbæri í gegnum tíðina og ekki alltaf verið ljóst hvort eigi að telja hana til bókmennta eða fræða. Gagnrýni hefur komið fram á sjónarhorn ferðasögunnar – sem gjarnan er sjónarhorn hins hvíta miðaldra karlmanns – og jafnframt efasemdir um hvort treysta megi þessari tegund frásagna. Greinin kannar hvernig ferðasagan hefur mætt þeirri gagnrýni og hver staða hennar er í nútímanum og sannsagnabylgjunni sem hefur risið hátt á undanförnum árum. Einkum er horft til hins vestræna heims og engilsaxneskra bókmennta enda er það á þeim slóðum sem mestu hræringarnar innan ferðasögunnar hafa átt sér stað í gegnum aldirnar.</p> Huldar Breiðfjörð ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/249 fös, 20 des 2024 14:53:24 +0000 Köldukvíslarkver https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/259 <p>Esseyja</p> Dalrún Kaldakvísl ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/259 lau, 21 des 2024 11:02:28 +0000 Sann-leikurinn https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/251 <p>Esseyja</p> Margrét Ann Thors ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/251 fös, 20 des 2024 15:01:43 +0000 Þættir af minni og gleymsku https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/258 <p>Esseyja</p> Gunnþórunn Guðmundsdóttir ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/258 fös, 20 des 2024 15:46:03 +0000 Heimkomur https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/253 <p>Höfundur:&nbsp;Annie Ernaux<br>Þýðandi: Ásdís R. Magnúsdóttir</p> Ásdís R. Magnúsdóttir ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/253 fös, 20 des 2024 15:07:30 +0000 Sannleikur sem við gætum lifað með https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/254 <p>Höfundur: Robin Hemley<br>Þýðandi: Huldar Breiðfjörð</p> Huldar Breiðfjörð ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/254 fös, 20 des 2024 15:12:12 +0000 Sannleikurinn í Oxiana https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/255 <p>Höfundur: Tom Bissell<br>Þýðandi: Huldar Breiðfjörð</p> Huldar Breiðfjörð ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/255 fös, 20 des 2024 15:18:35 +0000 Lifandi veggir og mannabústaðir undir yfirborði jarðar https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/256 <p>Ljóðsagan <em>Kjötbærinn </em>(2004) er fyrsta bókin sem Kristín Eiríksdóttir sendi frá sér en þar er á ferð óvenjuleg hrollvekja. Sögusviðið er ókennileg íbúð þar sem veggir lifna við og hræðilegar verur skjóta upp kollinum. Þrátt fyrir óhugnaðinn innan veggja heimilisins neitar söguhetjan, Kata, að yfirgefa íbúðina þar til enn hryllilegra hús kallar á hana, sjálfur Kjötbærinn sem byggður er úr holdi og beinum. Ýmis þemu sem greina má í ljóðabókinni eru gegnumgangandi í höfundarverki Kristínar. Þar má nefna ógn og ótta sem og einkennileg híbýli sem reynast íbúunum óþægilegir staðir. Meginumfjöllunarefni greinarinnar eru <em>Kjötbærinn </em>og smásagan „Þrjár hurðir“ sem birtist í smásagnasafninu <em>Doris deyr </em>(2010). Sögurnar eiga það sammerkt að segja frá innilokuðum konum og ókennilegum rýmum auk þess sem aðalpersónur þeirra enda báðar ofan í hrollvekjandi göngum og hljóta þar með sambærileg örlög. Fjallað er um óhugnaðinn í verkunum og áhersla lögð á frásagnareinkenni hryllingsbókmennta, ekki síst arfleifð hinnar gotnesku hefðar sem nútímahrollvekjur eiga rætur sínar að rekja til. Hin ókennilegu rými, sem sum svipa til reimleikahúsa, eru heimsótt og því haldið fram að þau varpi ljósi á hugarástand persónanna. Þá verður vikið að samfélagsádeilu verkanna sem miðlað er með súrrealisma og óhugnaði í senn.</p> Helga Jónsdóttir ##submission.copyrightStatement## https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/256 fös, 20 des 2024 15:22:48 +0000