UM RITIÐ

Ritið – tímarit Hugvísindastofnunar kom fyrst út árið 2001 og er gefið út þrisvar á ári, að jafnaði í apríl, ágúst og desember. Hvert eintak er tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar utan þema á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur. Þá er þar að finna þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Allar greinar sem birtast í Ritinu, aðrar en þýðingar, umræðugreinar og ritdómar, undirgangast nafnlausa ritrýni hjá tveimur sérfræðingum á viðkomandi sviði.

Frá 2001-2017 var Ritið prentað og finna má upplýsingar um þau hefti hér. Frá árinu 2018 er Ritið opið öllum á netinu samkvæmt skilmálum Creative Commons BY (4.0). Við einstakar þýðingar og listaverk kunna þó að vera hömlur á þessu sem þá koma fram í viðkomandi pdf-skjali.

Aðalritstjóri Ritsins er Guðrún Steinþórsdóttir, netfang ritid@hi.is. Að auki vinna þemaritstjórar að hverju hefti við hlið þeirra.

Ritstjórn Ritsins:

Björn Þorsteinsson, Háskóli Íslands
Íris Ellenberger, Háskóli Íslands
Sif Ríkharðsdóttir, Háskóli Íslands

Póstfang:

Ritið, tímarit Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands
Aðalbyggingu
Sæmundargötu 2
102 Reykjavík

ISSN: 1670-0139