„Allt sem hefur verið til, heldur áfram að vera til“

Náttúrutrú og dulspeki í verki Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala

  • Stefán Ágústsson
Efnisorð: Þórbergur Þórðarson, Steinarnir tala, dulspeki, guðspeki, hugræn fræði, náttúrutrú

Abstract

Sú náttúrutrú sem einkennir sjálfsævisögulegt verk Þórbergs Þórðarsonar, Steinarnir tala (1958), hefur verið talin sérstæð og hefur vakið athygli þeirra sem skoðað hafa verk hans. Hún hefur jafnan þótt til marks um þá fornu menningu sem einkenndi heimahaga skáldsins í Suðursveit; menningu sem að sögn Þórbergs sjálfs, var óðum að hverfa vegna vaxandi efnishyggju. Það hefur því virst nærtækt að draga þá ályktun að Þórbergur hafi ætlað verki sínu að koma í veg fyrir að menningin sem hann ólst upp við yrði að eilífu gleymd. En fleira kann að hafa vakað fyrir honum. Svo er að sjá sem Þórbergur hafi greint sameiginlega þætti með menningunni sem hann ólst upp við og hugmyndum dulspekihreyfinga sem hann kynntist sem ungur maður í Reykjavík á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar. Í þessari grein er lögð áhersla á ýmsar kenningar Guðspekifélagsins sem var stofnað árið 1875. Óhætt er að fullyrða að þær hafi  skipt sköpum í þeirri heimsmynd sem Þórbergur kom sér ungur upp og fylgdi honum allt til æviloka. Blavatsky einn stofnenda félagsins reyndi að sýna fram á að menning og trúarbrögð heimsins ættu sameiginlegan uppruna í fornum vísdómi (e. ancient wisdom) eins og hún kallaði það. Samanburður á þeirri náttúrutrú sem birtist í Steinarnir tala og kenningum guðspekinnar leiðir í ljós að menning sú sem Þórbergur ólst upp við var ekki eins einstök og menn hafa talið. Sú niðurstaða styrkir þá hugmynd sem hefur notið vaxandi fylgis fræðimanna, meðal annars á sviði hugrænna fræða, að náttúrutrú sé ekki einkenni frumstæðra eða fábreyttra samfélaga heldur fremur einkenni á mannlegu eðli.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Stefán Ágústsson

Íslenskufræðingur

Útgefið
2020-09-08