Krishnamurti og Þórbergur
Um blekkinguna og lausnina í Íslenzkum aðli
Abstract
Í viðtölum, bréfaskrifum, fyrirlestrum og greinum Þórbergs Þórðarsonar gerir hann iðulega dulspeki að umræðuefni. Ýmsir fræðimenn hafa einnig fjallað um mikilvægi dulspekinnar í heimsmynd Þórbergs og nokkrir hafa bent á að þar gæti leynst ákveðinn lykill til að skilja höfundarverk hans betur. Hins vegar hefur enn sem komið er ekki mikið verið gert til að lesa bækur hans í þessu samhengi. Í þessari grein er sýnt fram á samsvaranir í Íslenzkum aðli, fyrsta sjálfsævisögulega ritverki Þórbergs í fullri lengd, við kenningar Krishnamurtis, sem Þórbergur kynnti sér náið einmitt á þessum árum, varð fyrir miklum áhrifum af og meira að segja hitti persónulega og skiptist á skoðunum við. Nokkrir þættir eru sérstaklega dregnir fram, dulspekilegar hugmyndir um blekkingu persónuleikans eða maya og lausnina undan henni, hlutverk elskunnar í því ferli, og það kompaní við allífið sem þeir komast í sem ná að öðlast lausnina varanlega.