„minnið er gatasigti“
Um minni og tráma í Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur
Efnisorð:
læknahugvísindi, minni, tráma, líkingar, Auður Jónsdóttir, Stóri skjálfti
Abstract
Í skáldsögunni Stora skjalfta eftir Auði Jónsdóttur er sagt frá persónunni Sögu sem á við minnisvanda að stríða í kjölfar flogakasta. Í þessari grein er fjallað um upplifun og reynslu persónunnar með tilliti til veikinda hennar. Rætt er um flogaveiki og hvaða líkingar eru hafðar um sjúkdóminn í sögunni. Þá er sjónum ekki síst beint að óáreiðanleika minnisins og hvernig fólk er sífellt að skálda lífið. Meðal annars er skoðað hvaða aðferðum Saga og aðrar persónur Stora skjalfta beita til að rifja upp fortíðina og hvernig þær geta minnst sama atburðar á ólíkan máta. Sérstakur gaumur er gefinn að tengslum minnis og tráma en með dæmum úr bók Auðar er dregið fram hvernig minningar um erfiða reynslu eru gjarnan ólíkar öðrum minningum.
Downloads
Download data is not yet available.