Pósthúmanískir draumar

– karlar, konur og náttúra í listamannaþríleik Gyrðis Elíassonar

  • Auður Aðalsteinsdóttir
Efnisorð: Femínísk vistrýni, fagurfræði, náttúra, kyn, umhverfishugvísindi, stóuspeki, melankólía, snillingar, pósthúmanismi, póstnáttúra

Abstract

Fyrri hluti greinarinnar rekur hvernig listamannaþríleikur Gyrðis Elíassonar tekst á við tvær hefðir bókmennta sem gjarnan eru samtengdar; ákveðna tegund skrifa um náttúruna annars vegar og hins vegar skrif um hlutskipti listamanna, nánar tiltekið melankólískra snillinga. Bent er á að um karllega hefð er að ræða og færð rök fyrir því að samskipti kynjanna gegni grundvallarhlutverki í bæði fagurfræðilegu og umhverfispólitísku erindi bókanna. Í seinni hluta greinarinnar er fjallað áfram um þessa vídd þríleiksins, ekki síst hugmyndir um póstnáttúru og pósthúmanisma sem lesa má úr sumum verkum Gyrðis, í ljósi stóuspeki og út frá sjónarhorni femínískrar vistrýni. Kenningar um eignun og skaðlega tvíhyggju eru notaðar til að kanna að hvaða leyti þá tilfinningu sögupersóna Gyrðis að þær hafi brugðist sem listamenn megi rekja til þess að þeim tekst ekki að skapa tengingu við aðra. Niðurstaðan sýnir hversu stóru hlutverki krafa stóuspekinnar um að uppfylla skyldur sínar gagnvart sjálfum sér, öðrum og umhverfinu gegnir í hinni margslungnu heimspekilegu lífssýn er liggur að baki fagurfræðilegri og umhverfispólitískri yfirlýsingu þríleiksins.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Auður Aðalsteinsdóttir

Doktor í almennri bókmenntafræði og ritstjóri hjá Háskólaútgáfunni.

Útgefið
2020-09-08