Ekki eins og það á að vera

Merking syndahugtaksins í kristinni trúarhefð fyrr og nú

  • Arnfríður Guðmundsdóttir
Efnisorð: syndafallssagan, synd, tengslahutak, brotinn veruleiki, breyskar manneskjur, synd í samfélagslegum kerfum, Ágústínus, Marteinn Lúther, femínísk guðfræði, hinsegin guðfræði

Abstract

Í greininni verður rakin sagan af þróun syndahugtaksins í kristinni trúarhefð, með áherslu á hugmyndir sem tengjast siðbótarmanninum Marteini Lúther og guðfræðinga sem byggðu á siðbótarhugmyndum hans. Það sem einkennir helst hugmyndir Lúthers er sá greinarmunur sem hann gerði á syndahugtakinu í eintölu og fleirtölu, þar sem eintalan vísar til ástands og fleirtalan til verka sem eru afleiðinginar hins synduga ástands. Sá guðfræðingur fornkirkjunnar sem hafði mest áhrif á Lúther var Ágústínus biskup í Hippó, en í svari sínu til Erasmusar frá Rotterdam byggði Lúther á kenningum Ágústínusar um erfðasyndina og ánauð viljans. Í kjölfar upplýsingarinnar var farið að efast um að viðteknar hugmyndir um syndina stæðust skoðun en  gagnrýnin beindist einkum að hugmyndinni um erfðasyndina.

Á 20. öld komu fram ferskar hugmyndir um syndina hjá guðfræðingum sem meðal annars voru undir sterkum áhrifum frá tilvistarheimspekinni. Milli 1960 og 1970 urðu kaflaskil í kristinni trúarhefð með tilkomu guðfræðinga sem kölluðu eftir róttækri endurskoðun á guðfræðikenningum liðinna alda í ljósi sögulegra aðstæðna, þar með talið túlkun syndahugtaksins. Í lok greinarinnar verður sjónum beint að túlkun tveggja guðfræðinga sem fjalla um merkingu og hlutverk syndarinnar í samhengi kristinnar trúar í upphafi 21. aldar, út frá sjónarhorni femínískrar og hinsegin (e. queer) guðfræði.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Arnfríður Guðmundsdóttir

Prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2020-12-21