Ofdramb og mikillæti í Gylfaginningu

  • Kolfinna Jónatansdóttir
Efnisorð: Norræn goðafræði, túlkun goðsagna, siðferði, syndir, miðaldir

Abstract

Í þessari grein er skoðað hvernig dauðasyndirnar birtast í frásagnarköflum Gylfaginningar, en allt fram á 16. öld voru syndirnar mikilvægur mælikvarði á kristinn siðaboðskap. Til grundvallar er lögð sagan af því hvernig Freyr fær Gerðar, en þar er hann sagður sýna af sér mikillæti og að sú yfirsjón muni leiða til dauða hans í ragnarökum. Aðrar goðsögur verksins eru lesnar og túlkaðar út frá örlögum Freys og áhersla lögð á þær afleiðingar sem syndsamleg hegðun hefur fyrir guði og aðrar goðfræðilegar verur, sér í lagi þegar kemur að ragnarökum. Þessi túlkun verður sett

í samhengi við lærða hefð á miðöldum, en þá voru klassískar bókmenntir og goðafræði hluti af námsefni í evrópskum skólum. Goðsögur um heiðna guði voru oft túlkaðar eða endurskrifaðar sem táknsögur um kristið siðferði. Þegar Gylfaginning var samin á 13. öld var kristni alls ráðandi á Íslandi og ekki lengur hætta á að menn tækju aftur upp trú á heiðna guði. Því er ekki ósennilegt að goðsögur skráðar á þeim tíma hafi innihaldið kristileg og siðferðileg skilaboð.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Kolfinna Jónatansdóttir

Aðjúnkt í íslensku sem öðru máli við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og doktorsnemi í bókmenntum fyrri alda.

Útgefið
2020-12-21