Um villur vegar í Sögunni um gralinn og Grettis sögu

  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir
Efnisorð: synd, Grettis saga, Chrétien de Troyes, Sagan um gralinn, Parcevals saga

Abstract

Ljóðsaga franska rithöfundarins Chrétiens de Troyes, Perceval eða Saga um gralinn var samin undir lok 12. aldar. Í fyrri hluta hennar segir frá ævintýrum ungs og óreynds pilts sem þráir ekkert frekar en að gerast riddari við hirð Artúrs. Með þessari frægu riddarasögu hefst leitin að Gralnum í bókmenntasögunni en það stef er nátengt spurningum um syndina sem setur svip sinn á fleiri frönsk bókmenntaverk frá svipuðum tíma. Í greininni er sagt frá helstu birtingarmyndum syndarinnar í frönsku ljóðsögunni. Sagan um gralinn barst til Íslands í norrænni miðaldaþýðingu og hefur varðveist í íslenskum handritum. Áhrifa þýddu riddarasagnanna á íslenska ritmenningu gætir víða. Sagt er stuttlega frá viðtökum verksins í norrænni þýðingu þess, Parcevals sögu, en að lokum bent á ýmis líkindi ljóðsögunnar og hinnar viðburðaríku Grettis sögu, sem talið er að sé frá byrjun 14. aldar. Bæði verkin flétta flóknar spurningar um synd, sekt og oflæti við myrkrið sem setur svip sinn á aðalsöguhetjur þeirra.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ásdís Rósa Magnúsdóttir

Prófessor í frönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2020-12-21