„Ó synd, ó syndin arga, [...]“

Birtingarmynd syndarinnar í Passíusálmunum

  • Hjalti Hugason
Efnisorð: Syndarhugtakið, Passíusálmarnir, Hallgrímur Pétursson, Íslensk kirkjusaga

Abstract

Í greininni er grafist fyrir um birtingarform syndarinnar í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Í vestrænni guðfræðihefð hefur gætt spennu milli tvenns konar skilnings á syndinni. Annars vegar hefur verið litið á hana sem einstakar hugsanir, orð eða ill verk sem manninum er að meira eða minna leyti í sjálfsvald sett hvort hann velji að framkvæma eða láta ógerð. Líta má á þetta sem siðrænan skilning á syndinni. Hins vegar hefur verið litið á hana sem spillt ástand mannsins eftir syndafallið sem geri það að verkum að honum sé í raun ógerlegt að velja að breyta rétt. Hér kallast þessi skilningur tilverufræðilegur. Athugunin leiðir í ljós að bæði þessi merkingarsvið koma tíðum fyrir í Passíusálmunum svo sem við mátti búast eins fyrirferðarmikið og hugtakið er í sálmunum. Þá virðist Hallgrími ekki hafa verið í mun að halda merkingarsviðunum aðgreindum. Þykir það renna styrkum stoðum undir það mat að Passíusálmana beri fremur að skoða sem íhugunar- og guðræknirit en guðfræðilegt verk. Hlýtur það að valda miklu um hvernig sálmarnir eru túlkaðir, meðal annars sá syndaskilningur sem þar ríkir.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Hjalti Hugason

Prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2020-12-21