Syndauppgjör í skáldsögunni Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur
Efnisorð:
syndir, memento mori, dulheimar, draugasaga, aldarspegill
Abstract
Skáldsagan Ég man þig (2010) eftir Yrsu Sigurðardóttur er flókin samsetning því hún tvinnar saman draugasögu, spennusögu og glæparáðgátu, en á mótum þessara frásagnargerða er þematísk þungamiðja sögunnar sem felst í hugleiðingu um mikilvægi þess að gangast við syndum sínum og horfast í augu við eigin forgengileik.
Tryggðarheitið úr minningarbókum skólastúlkna á síðustu öld, „ég man þig“, verður að ógnvekjandi ávarpi draugs sem er ötull við að knýja á þá sem hann telur eiga óuppgerðar syndir, en ávarp dauðans var samkvæmt kristinni miðaldahefð „mundu mig“: memento mori. Skáldsagan er jafnframt aldarspegill á þá siðferðislegu upplausn sem helsta hagsældarartímabil íslenska lýðveldisins leiddi af sér.
Downloads
Download data is not yet available.