Er syndin náttúruleg?

Um mikilvægi heimsmynda og uppsprettu gilda

  • Skúli Skúlason
Efnisorð: umhverfisvá, gildi náttúrunnar, líftáknfræði, fjölbreytni, sjálfbærni

Abstract

Eins og kunnugt er blasir við okkur alvarlegur umhverfisvandi sem ógnar lífi á jörðinni. Framferði mannsins á þar stærstan hlut að máli. Á líkingamáli má segja að orðið hafi misgengi milli viðhorfa okkar, siðferðis og lífshátta annars vegar og náttúrunnar hins vegar. Maðurinn hefur í krafti hraðvaxandi tæknilegrar getu sinnar og valds sagt sig úr lögum við vistkerfi jarðarinnar og farið að drottna yfir því og nýta sér á mjög óvarlegan hátt. Með því vinnur hann gegn viðgangi náttúrunnar sem hann er þó órjúfanlega samofinn. Í þessu birtist áðurnefnt misgengi. Í ritgerð þessari er leitast við að greina og leita skilnings á þessari stöðu, orsökum hennar og afleiðingum sem og úrræðum við vandanum. Nálgunin er þverfagleg og niðurstöður vísinda og fræða eru skoðaðar samhliða áhrifum siðmenningar og gildismats. Í þessu skyni er stuðst við leiðir líffræði og heimspeki, ekki síst líftáknfræði og siðfræði, og bent á órofa samspil þessara greina. Niðurstaðan er sú að menningu okkar, þekkingu og vitund verði að samstilla betur hinni náttúrulegu skipan, í þágu fjölbreytni og skapandi framvindu lífs á jörðinni. Í ferlum náttúrunnar liggi rætur þeirra gilda og merkingar sem gera tilveru okkar og annarra lífvera í senn mögulega og verðuga. Að þeim rótum þarf maðurinn að hlúa mun betur og tengjast; víkja af vegi drottnunar gagnvart náttúrunni og laga viðhorf og lifnaðarhætti sína að þeim breytta veruleika.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Skúli Skúlason

Prófessor í vist- og þróunarfræði við Háskólann á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands.

Útgefið
2020-12-21