Snertifletir
Andlit úr gifsi og samtenging heimsins
Efnisorð:
Nýlendutengsl, kynþáttafordómar, söfn, brjóstmyndir, Kanaríeyjar
Abstract
Greinin fjallar um brjóstmyndasafn El Museo Canario á Kanaríeyjum. Mannfræðingurinn Jeffrey David Feldman hefur bent á hvernig ákveðnir safngripir verða til vegna snertingar þeirra við líkama einstaklinga og hvernig þessi tilurð gripanna er oft gerð ósýnileg í samtímanum. Greining á sögu safnkosts El Museo Canario og tilurð brjóstmyndanna varpar ljósi á sögu Evrópu sem samofna sögu annarra heimshluta í langan tíma, auk þess að vekja upp spurningar um hvað eigi að gera við muni í samtímanum sem urðu til í samhengi kynþáttafordóma eða nýlendustefnu.
Downloads
Download data is not yet available.