Að treysta sérfræðingum

Hvar, hvenær og hvers vegna?

  • Finnur Dellsén
Efnisorð: sérfræðingar, traust, sjálfstæð hugsun, skoðanamyndun, félagsleg þekkingarfræði

Abstract

Til þess að sérfræðingar geti þjónað hlutverki sínu þarf fólk að treysta þeim þegar sérfræðingarnir tjá sig um sitt sérsvið. Á hinn bóginn virðist líka eftirsóknarvert að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið um niðurstöður sérfræðinga – að trúa ekki endilega því sem manni er sagt. Ég ætla að velta þessari togstreitu fyrir mér og reyna að svara fjórum nátengdum spurningum: (1) Hvað felst eiginlega í því að treysta sérfræðingum? (2) Hvers vegna þurfum við oft að treysta sérfræðingum? (3) Hvaða sérfræðingum eigum við helst að treysta, og í hvaða kringumstæðum? (4) Og í hvaða kringumstæðum er mikilvægt að við hugsum gagnrýnið og komumst sjálf að rökstuddri niðurstöðu?

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Finnur Dellsén

Dósent í heimspeki við Sagnfræði og heimspekideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2020-12-21