Að þekkja sinn vitjunartíma

Elías Mar, tvíkynhneigðin og fyrstu skáldsögurnar

  • Ásta Kristín Benediktsdóttir
Efnisorð: Elías Mar, hinsegin saga, bókmenntasaga, sjálfsmynd, skjalasafn

Abstract

Handritasafn rithöfundarins Elíasar Mar (1924–2007) veitir einstaka innsýn í hugarheim ungs tvíkynhneigðs rithöfundar um miðja 20. öld. Þar er meðal annars að finna minnisbækur og handrit sem varpa ljósi á þróun sjálfsmyndar Elíasar og skáldverka hans fram undir þrítugt. Í þessari grein er byggt á skjölunum og fjallað um „vitjunartíma“ Elíasar á síðari hluta fimmta áratugarins, þegar hann horfist í augu við að kynferðislegar langanir hans beinast að báðum kynjum og vinnur um leið einbeittur að því að skapa sér feril sem rithöfundur. Markmiðið með greininni er að marka Elíasi og skrifum hans stað í íslenskri hinsegin sögu, ekki síður en bókmenntasögu, og sýna hvernig þessar tvær hliðar á sjálfsmynd Elíasar – rithöfundurinn og tvíkynhneigðin – mótast á sama tíma og hafa áhrif hvor á aðra. Fjallað er um fyrstu tvær skáldsögur Elíasar, Eftir örstuttan leik (1946) og Man eg þig löngum (1949), tilurð þeirra og hlutverk í því ferli sem hefst þegar hann er óþekktur höfundur í tilvistarkreppu en segja má að því ferli ljúki árið 1950 þegar hann hefur gefið út fjórar bækur og er í þann mund að verða hluti af þekktu samfélagi bóhema og kynvillinga á Laugavegi 11. Sama ár stígur hann enn fremur fram sem hinsegin rithöfundur þegar hann skrifar grein í íslenskt tímarit þar sem hann krefst þess af lesendum að þeir horfist í augu við „ástina sem ekki þorir að nefna nafn sitt“ og sýni fjölbreytileika mannlífsins virðingu.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ásta Kristín Benediktsdóttir

Nýdoktor í íslenskum bókmenntum við Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og annar ritstjóra Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags.

Útgefið
2020-12-21