Til tunglsins og til baka. Takmarkalaus ást og gervigreindarmyndin

  • Guðrún Elsa Bragadóttir
Efnisorð: gervigreind, ást, sálgreining, hvatahagkerfi, vísindaskáldskaparmyndin

Abstract

Með þróun gervigreindar undanfarna áratugi hafa dúkkur, vélmenni og forrit færst sífellt nær því að leysa manneskjur af hólmi í persónulegum samskiptum. Ljóst er að ýmiss konar tækni – allt frá stefnumótaforritum til ástarvélmenna – setur nú þegar svip sinn á ástarsambönd í nútímasamfélögum og er jafnvel farin að hafa áhrif á það hvernig við hugsum um ást. Í greininni eru kenningar Sigmunds Freuds um ást skoðaðar í samhengi við gervigreind eins og hún birtist í vísindaskáldskaparmynd Spike Jonze, Hún (Her, 2013). Leitast er við að stofna til eins konar samræðna milli kvikmyndarinnar og hugmynda Freuds, með það að markmiði að varpa ljósi á hvort tveggja. Sjónum er sérstaklega beint að hvatahagkerfinu sem Freud taldi einkenna ástarsambönd og þeim áhrifum sem gervigreint ástarviðfang, sem er ekki sömu takmörkunum háð og manneskjan, kann að hafa á upplifun mannsins sem elskar það.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Guðrún Elsa Bragadóttir

Doktorsnemi í almennri bókmenntafræði við University at Buffalo.

Útgefið
2021-05-07