Drauma-Jói, rannsókn 3. Fyrsta dulsálarfræði rannsóknin á Íslandi könnuð og lykkju við hana bætt

  • Bjarni M. Bjarnason
Efnisorð: Ágúst H. Bjarnason, Drauma-Jói, fjarskyggni, dulsálarfræði, dulrænir eiginleikar, sálarrannsóknir, rannsóknaraðferðir, rannsókn dularfullra fyrirbæra, draumar, þjóðsögur, trú og sannanir, ljósvakakenningin, eterinn, helgisögur

Abstract

Í greininni er sagt frá fyrstu dularsálfræðirannsókninni á Íslandi. Hana framkvæmdi Ágúst H. Bjarnason sumarið 1914 á Vopnafirði þegar hann rannsakaði meinta fjarskyggnigáfu Jóhannesar Jónssonar frá Ásseli, sem ævinlega var kallaður Drauma-Jói. Skoðað er hvernig Ágúst kemst að því hvort ákveðnar sögur um eiginleika Drauma-Jóa eru sannar eða ósannar. Sagt er frá eldri rannsókn á Drauma-Jóa, og saga hans rakin í stærra samhengi til efri ára hans á Þórshöfn á Langanesi. Bréfaskrif Drauma-Jóa til Ágústs 22 árum eftir tilraunina eru skoðuð. Athugað er hvort heimildir leyfi að frekari ályktanir en komu fram í rannsóknum á Drauma-Jóa séu dregnar um hann og meinta fjarskyggnigáfu hans.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Bjarni M. Bjarnason

Rithöfundur, bókmenntafræðingur og menningarfræðingur

Útgefið
2021-05-07