„leiðin er innávið og uppímóti“.

Fjórða bylgja femínismans og íslenskar kvennabókmenntir

  • Ásdís Helga Óskarsdóttir
Efnisorð: fjórða bylgja femínismans, íslenskar kvennabókmenntir, kvennasamstaða, samfélagsmiðlar, #höfumhátt, #metoo

Abstract

Femínískri umræðu hefur vaxið fiskur um hrygg á samfélagsmiðlum síðustu ár. Hér á landi hefur aðdragandi fjórðu bylgju femínismans verið býsna öflugur og aðgerðir undir svokölluðum myllumerkjum (e. hashtag) vakið athygli og jafnvel leitt til falls ríkisstjórnar og alþingiskosninga eins og umræðan undir #Höfumhátt sýndi árið 2017. Femínísk umræða síðustu ára hefur að miklu leyti hverfst um kynferðisofbeldi, sem endurspeglast í aðgerðum á borð við framangreinda #Höfumhátt en jafnframt í hinni alþjóðlegu #MeToo-hreyfingu og Brjóstabyltingunni (e. free the nipple). Kvenlíkaminn er þannig óhjákvæmilega miðlægur í þessum áherslum og aðgerðum. Markmið þessarar greinar er að fjalla um aðdraganda fjórðu bylgju femínismans í íslensku samfélagi og bókmenntir ungra, íslenskra kvenna sem innlegg í baráttuna og samband þeirra við kvenlíkamann. Í stuttu máli endurspeglar þetta samband ýmiskonar togstreitu sem rekja má til fegurðar- og hegðunarkrafna sem fjölmiðlar eiga stóran þátt í að magna upp og þeirrar ógnar sem stafar af ofbeldi af hálfu karlmanna. Skáldkonurnar nota líkamlegt myndmál með margvíslegum hætti og svar þeirra birtist meðal annars í ákalli um uppreisn og kvennasamstöðu þvert á kynslóðir.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ásdís Helga Óskarsdóttir

MA í íslenskum bókmenntum með viðbótardiplóma í menntun framhaldsskólakennara.

Útgefið
2022-10-31