„Hver vill verða hrein mey aftur?“

Kynfrelsi og klámvæðing í póstfemínískri umræðu

  • Alda Björk Valdimarsdóttir
Efnisorð: póstfemínismi, kynfrelsi, klámvæðing, Sex and the City, Hugh Hefner

Abstract

Í greininni er farið yfir helstu kenningar í póstfemínískum fræðum og leitast við að útskýra þær samræður sem fulltrúar slíkra hugmynda telja sig eiga í við fyrri kynslóðir og konur um aldamótin síðustu. Leitast er við að draga fram hvernig póstfemínisminn er hluti af þriðju bylgju femínisma og hvernig hann sem slíkur hefur áhrif á fjórðu bylgjuna þrátt fyrir að hugmyndaheimur hans geti hljómað annarlega í ljósi aðgerðarstefnu metoo bylgjunnar. Jafnframt er dregið fram hvernig eitt af einkennum femínismans sé samræða og mótþrói við kynslóðina sem kemur á undan. Farið er sérstaklega í viðhorf stefnunnar til kynfrelsis kvenna, klámvæðing í poppmenningu er tekin fyrir og uppgjörið við Playboy kónginn Hugh Hefner. Þá er þáttaröðin Sex and the City greind með hliðsjón af kynvitund, kyngervi og viðhorfum til einhleypu konunnar um síðustu aldamót. Einnig er framhaldsþáttaröðin And Just Like That … skoðuð með það í huga að bera saman ólík efnistök þáttanna á daglegu lífi vinkvennanna á nýjum tímum.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Alda Björk Valdimarsdóttir

Prófessor í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild.

Útgefið
2022-10-31