Fitjað upp á nýtt

Femínismi breytti guðfræðinni til framtíðar

  • Arnfríður Guðmundsdóttir
Efnisorð: femínísk guðfræði, kristin trúarhefð, önnur bylgja femínismans, femínísk gagnrýni, Mary Daly, Elisabeth Schüssler Fiorenza, Phyllis Trible, Sallie McFague, Elizabeth Johnson

Abstract

Í þessari grein er lögð áhersla á upphafsár femínískrar guðfræði, þegar önnur bylgja femínismans gerði atlögu að hugmyndafræði og áhrifum feðraveldisins í vestrænum samfélögum. Gengið er út frá þeirri staðhæfingu að femínísk gagnrýni hafi orsakað þáttaskil í kristinni guðfræðiumræðu á Vesturlöndum og breytt henni til framtíðar. Til þess að færa rök fyrir þessari staðhæfingu er spurt um helstu áherslur femínískrar nálgunar innan guðfræðinnar og þá gagnrýni sem frumkvöðlar hennar settu fram á hefðbundna guðfræðiumræðu, sem í tæp tvö þúsund ár hafði að mestu leyti verið skrifuð af körlum fyrir karla. Hér er einungis fjallað um leiðandi bandaríska guðfræðinga, hvíta femínista, sem voru sannir brautryðjendur í sínu fagi, en áhrif þeirra voru umtalsverð fyrir utan þeirra heimaland á því tímabili sem hér er í brennidepli. Greinin skiptist niður í þrjá hluta, eftir þremur meginstefjum sem er að finna í femínískri guðfræði frá upphafi og fram á tíunda áratug síðari aldar. Í fyrsta lagi er það gagnrýni á karlægni kristinnar trúarhefðar. Í öðru lagi leitin að týndri sögu kvenna og í þriðja lagi endurskoðun á lykilhugtökum og helstu viðfangsefnum kristinnar guðfræði í ljósi reynslu kvenna og kröfunnar um fullt jafnrétti kvenna og karla.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Arnfríður Guðmundsdóttir

Prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-10-31