Grænn femínismi

Vistfemínískir þræðir í íslenskri umhverfispólitík

  • Unnur Birna Karlsdóttir
Efnisorð: vistfemínismi, umhverfisfemínismi, kvenlæg vistfræði, umhverfi, náttúra, náttúruvernd, umhverfisvernd, jafnrétti, kvenfrelsi

Abstract

Kvenfrelsisbarátta síðustu rúmlega hundrað árin hefur markað spor í hugarfar, ekki aðeins á Vesturlöndum heldur alþjóðlega. En saga femínisma inniber einnig skörun við baráttu fyrir verndun náttúru og umhverfis. Þessi hugmyndafræðilegi þráður, femínísk náttúrusýn, fæddi af sér nýjan meið innan femínisma sem almennt gengur nú undir heitinu vistfemínismi á íslensku. Í þessari grein er fjallað um nokkur meginatriði í hugmyndafræði vistfemínisma og hvernig þessarar stefnu hefur gætt hér á landi í umræðu um jafnréttismál og umhverfisvernd. Fjallað er um upphaf vistfemínisma á Íslandi eins og hann birtist í rituðum heimildum. Horft er til upphafs þessarar hugmyndastefnu á Íslandi, hvaða hugmyndir voru þar ofarlega á baugi og hvort finna megi áhrif vistfemínisma í stefnu stjórnvalda í umhverfismálum á síðustu árum. Varðandi þetta síðarnefnda þá afmarkast rannsóknin hér við útgefna stefnu stjórnvalda í umhverfismálum, eins og hún birtist í tilteknum heimildum, en ekki þá hlið málsins hvort kynjaðri umhverfistefnu hafi verið fylgt eftir í framkvæmd. Það er hins vegar ekki síður verðugt rannsóknarefni og verður vonandi verkefni nýrra vísindarannsókna á næstunni.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Unnur Birna Karlsdóttir

Doktor í sagnfræði og fræðimaður og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi.

Útgefið
2022-10-31