Þrautseigar og þora!

Áhrif kvennabaráttu víða um Rómönsku-Ameríku

  • Hólmfríður Garðarsdóttir
Efnisorð: Rómanska-Ameríka, fjöldahreyfingar, kvennabarátta, lýðréttindi

Abstract

Í greininni sem hér fylgir er sjónum beint að þeim aðstæðum sem beið kvenna í kjölfar hernáms Evrópumanna á Rómönsku-Ameríku. Sérstaklega er fjallað um réttindabaráttu þeirra í kjölfar sjálfstæðis landanna við upphaf 19. aldar og svo aftur á fyrstu árum 21. aldar. Samtakamáttur fjöldahreyfinga kvenna skiptir þar máli og mótar baráttu þeirra fyrir auknum borgararéttindum, umráðarétti yfir eigin líkama og ákvörðunarvaldi um eigin velferð. Sérstaklega er vikið að áhrifum kennisetninga kaþólsku kirkjunnar hvað hlutverk karla og kvenna varðar því enn þann dag í dag er álfan talin sú heimsálfa þar sem feðra- og karlveldið situr hvað fastast fyrir. En dropinn holar steininn og færð eru rök fyrir því að breytingar hafi átt sér stað og að baráttan þoki málum til betri vegar þótt í hænufetum sé.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Hólmfríður Garðarsdóttir

Prófessor í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2022-10-31