„Ég heyri það sem þú segir“

Samlíðan sem pólitísk og félagsleg stýring

  • Alda Björk Valdimarsdóttir
Efnisorð: Samlíðan, hópamyndun, Donald Trump, Klaustur bar, Freyja Haraldsdóttir, Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Abstract

Hér er fjallað um víðtæk áhrif samlíðunar og möguleikann á því að hún hafi neikvæðar afleiðingar, sé notuð sem stýringartæki af leiðtogum, sem leið til þess að ná völdum þeirra eða yfirráðum. Samlíðan er sterkt sameiningarafl og hefur áhrif á hópamyndanir. Með henni er hægt að draga fram ýmsar tilfinningar eins og vænissýki, reiði, ótta og móðursýki og það geta valdamiklir einstaklingar notafært sér. Í greininni eru tekin tvö dæmi sem eiga að sýna hvernig samlíðan sé ekki tæki sem, ólíkt því sem gjarnan er talið, leiði til aukins siðferðisskilnings eða sé mótandi fyrir gæsku og góðvild okkar. Samlíðan geti þvert á móti leitt til sundrunar og þess að hópar fari að draga sig saman, sjá sig sem hluta af okkur sem er innhópurinn, andspænis öðrum sem standa fyrir utan. Fyrrum forseti Bandaríkjanna Donald Trump er í þessum skilning samlíðunarmeistari og notar samlíðan með klækjabrögðum til þess að skapa ótta og bræði meðal þegna samfélagsins. Annað dæmi sem notað er til að varpa ljósi á það hvernig samlíðan bindur hópa saman er að skoða ólíkar viðtökur á smánun og andlegu ofbeldi á tveimur fötluðum konum, femínistanum og aðgerðarsinnanum Freyju Haraldsdóttur annars vegar og hins vegar Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Alda Björk Valdimarsdóttir

Prófessor í almennri bókmenntafræði við Íslensku- og menningardeild.

Útgefið
2023-01-03