Táknmál og raddmál

Tvær greinar af sama meiði

  • Jóhannes Gísli Jónsson
Efnisorð: hljóðkerfisfræði, málnotkun, máltaka, miðlunarháttur, orðhlutafræði, raddmál, setningafræði, táknmál

Abstract

Þótt táknmálum sé miðlað á gerólíkan hátt en raddmálum, það er með handahreyfingum og ýmiss konar látbrigðum, er hægt að sýna fram á að táknmál hafi málfræðilega formgerð sem er í grundvallaratriðum eins og í raddmálum. Það eru þó ekki nema rétt rúm 60 ár síðan það var fyrst gert en fram að þeim tíma höfðu alls kyns ranghugmyndir verið uppi meðal fræðimanna um eðli táknmála enda voru þá engar rannsóknir til að styðjast við. Hinn sameiginlegi grunnur táknmála og raddmála verður aðeins leiddur í ljós með rannsóknum og fræðilegri greiningu sem tekur mið af ýmsum óhlutstæðum eiginleikum tungumála sem eru óháðar miðlunarhætti.

Í þessari grein verður fjallað um fjölmörg atriði sem táknmál og raddmál eiga sameiginleg og tengjast málkerfinu sjálfu, þar á meðal kerfi merkingarlausra eininga (hljóðkerfinu), en einnig málnotkun og máltöku. Einnig verður sýnt fram á að táknmál og raddmál lúta ýmiss konar hömlum, til dæmis þeim sem tengjast samspili ólíkra sviða málkerfisins. En þar sem fram kemur reglubundinn munur í málkerfi táknmála og raddmála er það oft afleiðing af ólíkum miðlunarhætti.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Jóhannes Gísli Jónsson

Prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Útgefið
2023-01-03