Um málstefnu íslensks táknmáls

  • Rannveig Sverrisdóttir
  • Kristín Lena Þorvaldsdóttir
Efnisorð: Íslenskt táknmál (ÍTM), málstefna, málstýring, málviðhorf, mál í útrýmingarhættu

Abstract

Málhegðun, málviðhorf og málstýring hafa áhrif á lífvænleika tungumála. Íslenskt táknmál (ÍTM) öðlaðist formlega viðurkenningu sem fyrsta mál á Íslandi með Lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls nr. 61/2011. Þrátt fyrir það er ÍTM í útrýmingarhættu og málumhverfi táknmálsbarna er ábótavant. Rúmum áratug eftir lögfestinguna var Málstefna ÍTM í fyrsta skipti rituð fyrir tilstilli stjórnvalda. Málstefnunni er ætlað að vera leiðarljós við mótun málhegðunar, málviðhorfa og málstýringar í samfélaginu og markmið aðgerðaáætlunar sem henni fylgdi að snúa við þeirri veiku stöðu sem ÍTM hefur í samfélaginu. Í greininni er fjallað um Tillögu til þingsályktunar um málstefnu ÍTM og hún skoðuð í ljósi málstefnufræða. Rætt er hvort sú málstefna sem birtist í því skjali sé í takt við málstefnu samfélagsins og hvort hún stuðli að því að búa til það málumhverfi sem táknmálsbörn þurfa til að þróa mál sitt og geti þar með haft áhrif á lífvænleika málsins. Niðurstaða höfunda er sú að þingsályktunartillagan ásamt aðgerðaáætlun geti unnið gegn útrýmingu ÍTM og að bættu málumhverfi táknmálsbarna.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biographies

Rannveig Sverrisdóttir

Lektor í táknmálsfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.

Kristín Lena Þorvaldsdóttir

Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra

Útgefið
2023-01-03