Samlíðan og sérfræðingar

Eigindlegar rannsóknir á viðbrögðum fólks við brotum úr sögum Vigdísar Grímsdóttur

  • Guðrún Steinþórsdóttir
Efnisorð: Eigindlegar rannsóknir, tilfinningaviðbrögð, viðtökur, hugræn fræði, Vigdís Grímsdóttir, skemu, Qualitative research, emotional reaction, reception, cognitive science, schemas

Abstract

Í greininni er greint frá helstu niðurstöðum úr tveimur eigindlegum rannsóknum þar sem viðtökur við brotum úr skáldsögum Vigdísar Grímsdóttur voru kannaðar og þá einkum tilfinningaviðbrögð fólks og samlíðan. Í hinni fyrri var brot úr Þögninni (2000) lagt fyrir 20 manna hóp, annars vegar tíu einstaklinga sem menntaðir voru í tónlist, hins vegar 10 manns sem ekki höfðu tónlistarnám í farteskinu. Í ljós kom að bakgrunnur tónlistarmannanna hafði önnur áhrif á viðbrögð þeirra við textanum en gert hafði verið ráð fyrir. Því var ákveðið að kanna viðbrögð 10 myndlistarmanna með því að leggja fyrir þá brot úr skáldsögunni Þegar stjarna hrapar (2003) og bera saman við viðbrögð 10 einstaklinga sem ekki eru menntaðir í myndlist. Textarnir úr sögunum tveimur eiga það sameiginlegt að í þeim er fjallað um ákveðið listform, tónlistina í Þögninni en myndlistina í Þegar stjarna hrapar. Með hliðsjón af hugrænum fræðum, einkum skemakenningunni, verður rætt um hvernig bakgrunnur þátttakenda markar viðbrögð þeirra og hvaða vísbendingar eigindlegar rannsóknir af þessu tagi kunna að gefa um aðra þætti en þá sem bókstaflega er spurt um.  

---

Empathy and Experts.  
Qualitative research on reader reactions to fragments from novels by Vigdís Grímsdóttir

This article presents findings from two qualitative research studies on readers’ emotional reactions and empathy towards literary texts. Participants were presented with two fragments from novels by Vigdís Grímsdóttir and then asked about their reactions. In the first study, 20 participants were asked to read a fragment from the novel Þögnin(2000) and half of the participants had some kind of a musical education and the other half with no background in music. Interestingly, having a musical background impacted reactions differently than what was expected. As a result, a second study was carried out where the reactions of visual artists (10) were compared to non-artists (10) to a fragment from the novel Þegar stjarna hrapar (2003). Both novels contain information specific to music (Þögnin) or visual arts (Þegar stjarna hrapar). Cognitive science methods, such as the schema theory, will be used to explain how readers of diverse backgrounds react differently to the same text. This approach also illustrates how useful qualitative methods can be in studying topics beyond only the content of the text.

Downloads

Download data is not yet available.
Útgefið
2018-06-14