„Hann sagði henni að drottinn væri henni reiður“

Móðurhlutverkið, kristni og kvenleiki í íslenskum þjóðsögum

  • Dagrún Ósk Jónsdóttir
Efnisorð: Þjóðfræði, þjóðsögur, kvenleiki, móðurhlutverkið, kristni

Abstract

Þjóðsögur geta sagt okkur margt um þau samfélög sem þær tilheyra og endurspegla á vissan hátt þann hugmyndaheim sem þær spretta úr. Í greininni eru íslenskar þjóðsögur, frá nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar, sem segja frá konum sem fara gegn ríkjandi hugmyndum um barneignir og móðurhlutverkið teknar til skoðunar. Annars vegar er fjallað um giftar konur sem kjósa að eignast ekki börn og hins vegar ógiftar konur sem eignast börn en bera þau út á laun strax eftir fæðinguna. Kirkjan og prestar birtast jafnan í þessum sögum í hlutverki yfirvalds. Leitast er við að svara því hvað þessar sögur segja okkur um birtingarmyndir og tengsl kvenleika, móðurhlutverksins og kristninnar.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Dagrún Ósk Jónsdóttir

Doktor í þjóðfræði.

Útgefið
2023-09-20