„Er ekki sama syndin drýgð af báðum aðilum?“
Gleymd skjöl í gamalli tösku og skrif kvenna um tvöfalt siðgæði í ástandinu
Abstract
Fræðimenn hafa rannsakað „ástandið“ – samneyti íslenskra kvenna við erlenda hermenn á árum síðari heimsstyrjaldar og viðbrögð samfélagsins við því – frá margvíslegum sjónarhornum. Rík áhersla hefur verið lögð á að skoða hvernig hugmyndir um kyngervi og þjóðerni fléttuðust saman en konur voru álitnar hafa mikilvægt hlutverk við varðveislu íslensks þjóðernis, sem þær brugðust með því að leggja lag sitt við erlenda karlmenn. Í þessari grein er sjónum beint að málflutningi kvenna í ástandsumræðunni og skoðaðar birtingarmyndir samstöðu og ágreinings þeirra á milli en margar þessara kvenna voru áberandi innan kvennahreyfingarinnar. Skoðað er hvernig íslenskar konur töluðu um og gagnrýndu tvöfalt siðgæði á fyrri hluta 20. aldar, með sérstakri áherslu á hernámsárin, og málflutningur þeirra settur í alþjóðlegt samhengi. Þar á meðal er stuðst við skjöl úr fórum kvenréttindakonunnar Laufeyjar Valdimarsdóttur sem ekki hafa verið nýtt áður, þar sem hún setti fram afdráttarlausa og opinskáa gagnrýni á viðbrögð íslensks samfélags við samskiptum kvenna og hermanna.