Bókmenntagagnrýni í Færeyjum
Er kreppa forsenda tilvistar?
Efnisorð:
bókmenntagagnrýni, færeysk bókmenntagagnrýni, ritdómar, bókmenntategundir, fjölmiðlar, kreppa, varnarstaða
Abstract
Stöðugar umbreytingar á fjölmiðlalandslagi samtímans og valdakerfum samfélagsins fela í sér margvíslegar áskoranir fyrir bókmenntategundina ritdóma. Undanfarna áratugi hafa bæði fræðafólk og blaðamenn talað um hættuástand í þeim efnum. Í þessari grein er leitað svara við þeirri spurningu hvort það eigi við um bókmenntagagnrýni í Færeyjum, sem hefur einkennst af skorti frá því þessi textategund kom þar fram í fjölmiðlum seint á 19. öld. Færð eru rök fyrir því að kreppuástand í bókmenntagagnrýni, og varnarstaða ritdómara, séu ekki nýmæli. Þvert á móti sé slík kreppa eitt aðaleinkenni bókmenntagagnrýninnar. Jafnvel megi líta svo á að hún gegni mikilvægu hlutverki í bókmenntalandslaginu og sé forsenda fyrir tilvist ritdóma.
Downloads
Download data is not yet available.