Fagurfræði vistkerfanna
Abstract
Í þessari grein eru raktar nokkrar kenningar um vistskáldskap og dæmi nefnd um visthverfan lestur á íslenskum skáldskap og list. Með hliðsjón af hugmyndum um vistkerfi bókmennta er talað fyrir því að beina umræðunni um kreppu bókmennta- og listgagnrýninnar frá áhyggjum af dvínandi valdi gagnrýnenda og fækkun og áhrifaleysi hefðbundinna list- og ritdóma í fjölmiðlum en beina í stað sjónum að því hvort vistrýnin hafi (eða eigi að hafa) áhrif á fagurfræðileg viðmið okkar og hvað það gæti þýtt fyrir framtíð bókmennta- og listgagnrýni.