„Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum“

Um hinseginleika og samkynja langanir í ljóðum Steins Steinarrs

  • Kristján Hrafn Guðmundsson
Efnisorð: hinsegin fræði, módernismi, samkynja langanir, kyn/kyngervi, þjóðfélagsstétt, Steinn Steinarr

Abstract

Fræðimenn hafa nánast undantekningalaust rætt ljóðlist Steins Steinarrs (1908–1958) út frá stöðu hans sem snauðs alþýðumanns og róttækni í orðavali, einkum sem féllu og fóru á blað á fjórða áratug 20. aldar. Þessi staðreynd, auk þess sem mikilvægi Steins í að ryðja módernismanum braut í íslenskri ljóðlist, hefur líklega blindað mönnum að einhverju leyti sýn á annan leshátt skáldskapar hans eins og fjallað er um í þessari grein. En í ljóðum Steins eru á víð og dreif vonleysi, óræðar hugsanir og vangaveltur ljóðmælanda um tilgangsleysi. Hér eru þessi einkenni skoðuð fyrst og fremst út frá hinsegin fræðum. Einnig er brugðið upp svipmynd af Steini og því samfélagi sem Reykjavík er á fyrri hluta aldarinnar vegna þess að því er haldið fram í greininni að það umhverfi og tíðarandi sem hann er hluti af í höfuðstaðnum á þessum tíma hafi áhrif á ljóðlist Steins. Útgefið efni er í forgrunni þessarar rannsóknar en einnig er horft til breytinga sem Steinn gerði á handritum verka sinna.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Kristján Hrafn Guðmundsson

MA í íslenskum bókmenntum

Útgefið
2023-12-19