Hákarlamenn á hafi úti

Samspil náttúruafla og hákarlaveiða í sögu og samtíma

  • Dalrún Kaldakvísl
Efnisorð: hákarl, hákarlamenn, hafsaga, munnleg saga, karlmennska, Ísland

Abstract

Um aldir hafa Íslendingar stundað veiðar á hákarli (Somniosus microcephalus) – og um aldir hefur hákarlinn sett mark sitt á vinnu Íslendinga á hafi úti. Í þessum skrifum er fjallað um veiðitengt samband íslenskra hákarlamanna við hafið og hákarlinn út frá sjónarhorni hákarlamanna er stunduðu hákarlaveiðar á 19.–21. öld. Áhersla er lögð á að greina þau tengsl og þá þekkingu sem hákarlamenn öðluðust á hafinu og hákarlinum við hákarlaveiðar. Rýnt er í breytingar á veiðitengdu sambandi hákarlamanna og hákarla með hliðsjón af tæknivæðingu íslenska báta- og skipaflotans og breyttri nýtingu á hákarlinum. Í skrifunum er einkum og sérílagi stuðst við endurminningaskrif manna sem stunduðu hákarlaveiðar á opnum bátum og skútum á 19. öld og öndverðri 20. öld, sem og sagnfræðiviðtöl sem ég tók við hákarlamenn sem stundað hafa hákarlaveiðar á vélbátum á 20. og 21. öldinni. Skrifin varpa ljósi á gerendahæfni hafsins, hákarlsins og hákarlamannsins í sögu hákarlaveiða við Ísland.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Dalrún Kaldakvísl

Doktor í sagnfræði

Útgefið
2024-04-29