Í óleyfi hreppsnefndar

Brottrekstur þrettán húsmanna og -kvenna úr Súðavíkurhreppi í árslok 1885

  • Harpa Rún Ásmundsdóttir
Efnisorð: húsmennska, þurrabúðarmennska, sveitfesti, atvinnulöggjöf, Súðavíkurhreppur

Abstract

Í lok árs 1885 bárust þrettán einstaklingum, níu körlum og fjórum konum, bréf frá hreppsnefnd Súðavíkurhrepps við Ísafjarðardjúp þar sem þeim var gert að flytja burt úr hreppnum á næstu fardögum ásamt fjölskyldum sínum. Þetta fólk átti það sameiginlegt að vera utansveitarfólk sem hafði sest að í hreppnum og hafið þar hús- eða þurrabúðarmennsku án þess að hafa fengið tilskilin leyfi frá yfirvöldum. Í bréfi hreppsnefndarinnar kemur fram að nefndin taldi búsetu fólksins í hreppnum brjóta gegn tilskipun um lausamenn og húsmenn frá 1863 og því réðist nefndin í þær aðgerðir að vísa fólkinu burtu úr Súðavíkurhreppi. Í greininni er þessi brottrekstur hreppsnefndar Súðavíkurhrepps á ólöglegu hús- og þurrabúðarfólki skoðaður frá nokkrum hliðum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að umræðu Alþingis um þurrabúðarmenn og þeim viðhorfum sem birtust meðal þingmanna og á síðum tímarita í aðdraganda þess að breytingar voru gerðar á lögum um þurrabúðarmenn árið 1888. Þá er sjónum beint að ástæðum þess að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps vísaði þessu fólki burtu úr hreppnum og viðbrögðum þeirra einstaklinga sem svöruðu bréfi nefndarinnar.

##plugins.generic.usageStats.downloads##

##plugins.generic.usageStats.noStats##

Author Biography

Harpa Rún Ásmundsdóttir

Sagnfræðingur og verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra.

Útgefið
2024-04-29