Vinnan, takturinn og tímavísindin

Hugmyndir um vísindalega stjórnun og reyndan tíma í vinnuvísindum Guðmundar Finnbogasonar

  • Njörður Sigurjónsson
Efnisorð: Saga stjórnunarkenninga, vinnuvísindi, heimspeki tímans, vinnutaktur, Taylor-ismi

Abstract

Hér er fjallað um stjórnunarkenningar Guðmundar Finnbogason, heimspekings og sálfræðings, eins og þær koma fram í ritunum Vit og strit frá árinu 1915 og Vinnan frá 1917. Markmiðið er að setja íslenska stjórnunarkenningu í samhengi við sögu stjórnunarfræða og skilja betur samband tímakenninga og stjórnunar. Hér er stuðst við útgefna texta frá því tímabili sem Guðmundur setur fram hugmyndir sínar og þær skoðaðar út frá samtímahugmyndum og kenningum um þróun stjórnunarhugsunar. Sérstakur gaumur er gefinn að framsetningu á upplifun af tíma, náttúrutíma og takti, en sjá má af efnistökum Guðmundar að hann er opinn fyrir ólíkum áhrifum eigin reynslu, heimspeki og bókmennta í aðferðafræði sinni og hugsun. Helstu niðurstöður lestursins eru að fyrstu íslensku stjórnunarkenningarnar í upphafi tuttugustu aldar eru settar fram með hliðsjón af nýjum rannsóknum og fanga jafnframt þær andstæðu hugmyndir sem hafa haft áhrif á stjórnunarfræði á síðustu öld. Eins er hægt að greina mun á milli bókanna tveggja, eins konar þróun kenninga Guðmundar um vinnuvísindi, þar sem inntakið tekur á sig aðar myndir en boðberar vísindalegrar stjórnunar sáu fyrir sér. Greinin er framlag til sögu
íslenskra vinnuvísinda, stjórnunarfræða og skilnings á tíma sem viðfangi stjórnunar og stjórnunarhugsunnar.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Njörður Sigurjónsson

Prófessor í menningarstjórnun við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Útgefið
2024-04-29