Úr ánauð í óvissu?
Ný sjónarmið í vinnu- og félagssögu
Abstract
Markmið þessarar greinar er tvíþætt. Fyrst rýnum við í nýleg skrif um vinnusögu í því skyni að endurskoða og útvíkka greinina. Á grundvelli þessarar endurskoðunar verður leitast við að smíða empírískan greiningar- og aðferðaramma utan um rannsóknir á vinnutengslum og endurskilgreina samtímaleg málefni á borð við óvissu, „nútímaþrælahald“, félagslegt óréttlæti og ósjálfstæði. Ef litið er svo á að vinnutengsl séu í grundvallaratriðum marghátta og samtvinnuð, að ólík vinnutengsl þrífist samtímis og skarist í tímans rás, er það mat okkar að rannsóknarsviðið öðlist annars konar undirstöðu og að slíkt sé nauðsynlegt til skilnings á yfirgripsmeiri, félagslegum ferlum. Með þetta að leiðarljósi leggjum við fram gagnkvæma nálgun á vinnutengsl og starfsreynslu sem er staðsett í sínu sögulega samhengi og nær þvert á tímabil. Jafnframt verða þrjár mögulegar rannsóknaraðferðir kannaðar: Greining á sögulegri merkingarfræði vinnutengsla, ítarleg athugun á þvingun og söguleg rannsókn á tengslum óvissu og sveigjanleika.