Hvernig undirbúa táknmálstúlkar sig fyrir túlkaverkefni?

  • Hólmfríður Þóroddsdóttir
Efnisorð: táknmálstúlkun, undirbúningur táknmálstúlka, hugrænt álag, áreynslulíkan túlkunar, táknmál

Abstract

Greinin sem hér birtist fjallar um táknmálstúlkun og áhrif undirbúnings á gæði táknmálstúlkunar. Sérstaklega er fjallað um hvernig táknmálstúlkar undirbúa sig fyrir verkefni sín og hvað þeir telja sig þurfa að undirbúa öðru fremur. Þátttakendur í rannsókninni voru starfandi táknmálstúlkar á Íslandi. Rannsóknin var unnin með blönduðum rannsóknaraðferðum, þar sem nýtt voru viðtöl, þátttökuathuganir og spurningakönnun, auk þess sem hluti þátttakenda tók þátt í sérhönnuðu túlkunarprófi. Prófið var framkvæmt til að ná fram tölfræðilegum upplýsingum um áhrif undirbúnings á táknmálstúlkun og fá túlkana sjálfa til að lýsa undirbúningi sínum og greina þætti sem mikilvægt er að undirbúa fyrir túlkun. 

Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á að undirbúningur bæði eykur skilning túlkanna á umræðuefninu sem túlka á og auðveldar þeim framsetningu túlkunarinnar. Fjallað er almennt um undirbúning táknmálstúlka, en einnig er farið nánar í gegnum nokkur atriði sem þátttakendur segja að þurfi að hafa í huga við undirbúninginn, það er málfræðileg atriði, umræðuefni, sérstök málsnið, raddtúlkun og aðstæður. Undirbúningur gefur túlkunum tækifæri til að auka skilning sinn á því sem rætt verður um og takast á við vandamál sem upp geta komið í framsetningu túlkunarinnar. Hann varnar því einnig að þeir dragist aftur úr í túlkun sinni eða að eitthvað komi þeim á óvart. Þetta léttir á hugrænu álagi túlkanna þegar í túlkunaraðstæðurnar er komið, sem leiðir til betri túlkunar.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Hólmfríður Þóroddsdóttir

Táknmálstúlkur á SHH

Útgefið
2024-04-29