„Fimmtán prósent þjóðarinnar“

Frá Íslandi til Kanaríeyja

  • Kristín Loftsdóttir
Efnisorð: Hreyfanleiki, þverþjóðleiki, fjöldaferðmennska, þjóðerni

Abstract

Kanaríeyjar hafa sögulega séð verið áfangastaður fjöldaferðamennsku, sem hefur mótað eyjarnar verulega. Þessi grein spyr af hverju fólk frá Íslandi ferðast til Kanaríeyja og hvernig það lítur á sig í því þverþjóðlega samfélagi sem fyrirfinnst á Kanaríeyjum. Að hvaða leyti skiptir íslenskt þjóðerni máli fyrir þá sem þangað sækja og við hverja samsamar fólk frá Íslandi sig? Greinin byggir á viðtölum sem tekin voru á Íslandi og á Kanaríeyjum við fólk sem hefur búsetu á Gran Canaria og Tenerife, sem og við fólk sem ferðast til eyjanna frá Íslandi til að dveljast í styttri tíma. Sýnt er fram á að langflestir frá Íslandi hafa áhuga á að dveljast á suðurhluta eyjanna tveggja þar sem innviðir miða fyrst og fremst að því að þjónusta og mæta þörfum fólks frá Norður-Evrópu sem eru lífstílsfarendur eða ferðafólk. Bent er á að þrátt fyrir að á yfirborðinu sé fólk frá Íslandi að sækja í svipaða hluti – sól og strönd sem og oft nálægð við aðra Íslendinga – eru aðstæður þó ólíkar sem tengist m.a. efnahag, heilsu og ólíkum aðstæðum og sjálfsmynd einstaklinga. Í víðara samhengi dregur greinin athygli að ferðum Íslendinga út frá ferðaþjónustu sem hnattræns fyrirbæris sem mótar á margflókin hátt staði, sjálfsmynd, sögu og líf fólks sem
þar býr.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Kristín Loftsdóttir

Prófessor í mannfræði við Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.

Útgefið
2024-04-29