Saga tveggja bókmenntaskóla

Sósíalískt raunsæi og skandinavískar verkalýðsbókmenntir á fjórða áratug síðustu aldar

  • Nicklas Freisleben Lund
  • Magnus Nilsson
Efnisorð: verkalýðsbókmenntir, sósíalískt raunsæi, heimsbókmenntir

Abstract

Greinin fjallar um samband hinnar fagurfræðilegu kenningar um sósíalískt raunsæi og skandínavískra (danskra og sænskra) verkalýðsbókmennta. Hún beinir sjónum að þremur höfundum sem áttu sæti í skandinavísku sendinefndinni á Fyrsta allsherjarþingi sovéskra rithöfunda í Moskvu árið 1934, Svíunum Mou Martinson og Harry Martinson og Dananum Martin Andersen Nexø – en einnig að nokkrum áhrifamiklum verkalýðshöfundum og gagnrýnendum sem áttu þátt í að móta umræðuna um sósíalískt raunsæi í Skandinavíu: Svíunum Ivar Lo-Johansson og Erik Blomberg og Dönunum Julius Bomholt, Harald Herdal og Hans Kirk. Greinin sýnir fram á að þótt bein áhrif sósíalíska raunsæisins hafi verið takmörkuð í Skandinavíu bar allnokkuð á hugtakinu í bókmenntaumræðunni. Þannig veitir greining á sambandi sósíalísks raunsæis og skandínavískra verkalýðsbókmennta ekki aðeins innsýn í tvenns konar sérstætt bókmenntaumhverfi heldur opnar hún einnig nýjar leiðir til að setja þær í alþjóðlegt samhengi og hugsa það sem kalla má rauðar heimsbókmenntir á annan hátt. Greinin leiðir rök að því að tengsl kenningarinnar um sósíalískt raunsæi og skandinavískra verkalýðsbókmennta á síðari hluta fjórða áratugarins dragi fram hversu margbrotið hið menningarlega landslag rauðra heimsbókmennta var, þar sem það mótaðist af ólíku þjóðlegu og svæðisbundnu samhengi. Þannig verður hugtakið rauðar heimsbókmenntir að leggja áherslu á tilvist margra ólíkra afbrigða vinstrisinnaðra bókmennta, sem að hluta til hafa verið markaðar af innbyrðis átökum eða togstreitu. Lykilorð: verkalýðsbókmenntir, sósíalískt raunsæi, heimsbókmenntir.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biographies

Nicklas Freisleben Lund

Prófessor við deild menningar- og félagsvísinda við háskólann í Malmö.

Magnus Nilsson

Nýdoktor við menningardeild háskólans í Suður-Danmörku.

Útgefið
2024-09-27