„Ég veit ég er ógeð“
Listrænt og menningarlegt gildi Hvalsins og samfélagsleg áhrif á umfjöllun um feita líkama
Efnisorð:
Hvalurinn (The Whale), fitusmánun, jaðarsettir hópar, líkamsvirðing, hinseginleiki
Abstract
Birtingarmynd feits, samkynhneigðs, hvíts, sískynja karlmanns er skoðuð með hliðsjón af kenningum um samfélagsleg áhrif þess að vera feitur, samtvinnun mismunabreyta og hvernig samfélagslegar staðalmyndir um feita birtast í kvikmyndinni Hvalurinn og samnefndu leikriti, og hvort þeim sé viðhaldið eða reynt sé að sporna við þeim. Velt er upp spurningunni um hvort hver sem er megi segja hvað sögu sem er, og hvert er listrænt og menningarlegt gildi Hvalsins sé raun.
Downloads
Download data is not yet available.