Hin mörgu gervi æviskrifa

Rýnt í rannsóknasögu sjálfsæviskrifa

  • Soffía Auður Birgisdóttir
Efnisorð: æviskrif, sjálfsævisögur, skáldævisögur, rannsóknasaga

Abstract

Rannsóknir á sjálfsæviskrifum hafa tekið mikinn kipp á síðastliðnum áratugum og fullyrða má að fá rannsóknarsvið hafa vaxið álíka hratt og æviskrifarannsóknir sé litið til vettvangs bókmenntafræða. Mörk skáldskapar og ævisögu hafa lengi verið dregin í efa og því viðhorfi að öll æviskrif séu óhjákvæmilega lituð skáldskap, og eins að allur skáldskapur byggi á ævisögulegri reynslu, er víða haldið á lofti. Í greininni er rakin saga rannsókna á æviskrifum, bæði á Íslandi og erlendis, með sérstöku tilliti til sjálfsævisagna og skáldævisagna. Athyglinni er sérstaklega beint að fræðilegri umræðu um sjálfsæviskrif, þróun umræðunnar á Vesturlöndum rakin og reifuð helstu deiluefni sem snerta óljós mörk ævi og skáldskapar, lífs og listar. Fjallað er um mismunandi skilgreiningar á æviskrifum og rætt um tengsl á milli sjálfsævisagna og skáldsagna, annars vegar, og sjálfsævisaga og sagnfræði, hins vegar. Undir lokin eru reifaðar tilraunir eins áhrifamesta fræðimanns á þessu sviði, Philippe Lejeune, til að skilgreina sjálfsævisöguna sem bókmenntaform en hann gerði þrjár tillögur að skilgreiningu á síðustu áratugum liðinnar aldar. Að lokum er spurt hvort dagar hinnar hefðbundnu sjálfsævisögu séu taldir og skáldævisagan taki alfarið yfir.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Soffía Auður Birgisdóttir

Vísindamaður hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.

Útgefið
2024-12-20