Olnbogabarnið Jóhannes Birkiland

Birtingarmynd andhetjunnar í sjálfsævisögulegum verkum hans

  • Flóki Larsen
Efnisorð: andhetja, Jóhannes Birkiland, sjálfsævisaga, skáldævisaga, Þórbergur Þórðarson, Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk, Harmsaga æfi minnar

Abstract

Jóhannes Birkiland (1886–1961) er þekktastur fyrir sjálfsævisögu sína Harmsaga æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi sem kom út í fjórum hlutum 1945–1946. Í greininni er fjallað um verkið með lýsandi hætti en lítið hefur verið fjallað um Jóhannes í fræðilegri umræðu. Fleiri sjálfsævisöguleg verk Jóhannesar Birkilands eru til umfjöllunar, þá sérstaklega ritin Ameríka: áreiðanlegar frásagnir um lífið í Vesturheimi (1927) og Villigötur (1935).

Verkin eru skoðuð út frá sjónarhorni andhetjuminnisins sem er áberandi í þeim en sögur Jóhannesar um sjálfan sig fjalla um mann sem upplifir sig utanveltu í samfélagi sínu. Verk hans eru einnig greind með hliðsjón af verkum annarra íslenskra sjálfsævisagnahöfunda. Þar ber helst að nefna Íslenzkan aðal (1938) og Ofvitann (1940) eftir Þórberg Þórðarson og Ferðasögu Árna Magnússonar frá Geitastekk. Í greininni eru útlistuð andhetjuminni í sjálfsævisögum þeirra áþekk þeim sem er að finna í sjálfsævisögum Jóhannesar. Færð eru rök fyrir því að bersögli þeirra og Jóhannesar magni upp þau minni og jaðarstöðu höfunda sem jafnframt eru aðalpersónur verkanna. Einnig er gripið til samanburðar við andhetjur í skálduðum verkum eins og Útlendingum eftir Albert Camus og Bjargvættinum í grasinu eftir J. D. Salinger. Greinarhöfundur útlistar sérstaklega hugtakið rörsýn fyrir minni sem einkennir hugarástand andhetja og er lýsandi fyrir bölsýni þeirra.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Flóki Larsen

Íslenskufræðingur

Útgefið
2024-12-20