Er ferðasagan dauð?
Abstract
Greinin rekur þróun ferðasögunnar sem bókmenntaforms aftur um tæp 2500 ár og skoðar hvernig það hefur mótast í gegnum tíðina. Ferðaskrif hafa tekið umtalsverðum breytingum í gegnum aldirnar enda færist hlutverk þeirra frá því að vera ýmist praktískt eða vísindalegt tól landkönnuða og ferðalanga yfir í að verða að bókmenntum sem virðast ýmist hugsaðar til afþreyingar eða fræðslu. Ferðasagan náði miklum vinsældum á millistríðsárunum og aftur á áttunda áratug síðustu aldar en hún hefur líka þótt vandræðafyrirbæri í gegnum tíðina og ekki alltaf verið ljóst hvort eigi að telja hana til bókmennta eða fræða. Gagnrýni hefur komið fram á sjónarhorn ferðasögunnar – sem gjarnan er sjónarhorn hins hvíta miðaldra karlmanns – og jafnframt efasemdir um hvort treysta megi þessari tegund frásagna. Greinin kannar hvernig ferðasagan hefur mætt þeirri gagnrýni og hver staða hennar er í nútímanum og sannsagnabylgjunni sem hefur risið hátt á undanförnum árum. Einkum er horft til hins vestræna heims og engilsaxneskra bókmennta enda er það á þeim slóðum sem mestu hræringarnar innan ferðasögunnar hafa átt sér stað í gegnum aldirnar.