Augað sem „prófunarstaður“
Um illsku og aflausn í sögunni „The Displaced Person“ eftir Flannery O‘Connor
Abstract
Hér má sjá greiningu á því hvernig sagan, „The Displaced Person“ dregur upp mynd af heimi sem er guðlaus og varpar ljósi á samtíma höfundar en einnig okkar eigin tíma. Persónur verksins eiga það sameiginlegt að sjá ekki fegurð eða helgidóm í umhverfi sínu. Þær eru hræddar og óöruggar og lifa fyrir það að tryggja sína eigin afkomu. Sagan varpar ljósi á samkeppi, kapphlaup á milli einstaklinga og hópa, græðgi og örvæntingarfullar leiðir sem fólk fer til að losna við þá sem ögra afkomu þeirra. Auk þess er rannsakað hvernig sagan leggur áherslu á mikilvægi þess að eiga sér fastan stað og hvernig folk bregst við þegar öryggi þess er ógnað. Persónur verksins missa heimili sitt og atvinnu, öll nema presturinn, sem sér jafnframt örlítið lengra en aðrir í sögunni. Í einhverjum skilningi eru þau öll á vergangi, heimilislaus eða staðlaus undir lok sögunnar. Sagan á í textatengslum við Jobsbók og segir frá möguleikum náðar á ögurstundu í lífi manneskju sem hefur misst allt sem hún á, eftir að hafa orði vitni að og tekið sjálf þátt í vonskuverki. Góðmennska Guðs er þó skammt undan og birtist í líki páfuglsins hennar, táknmyndar hins helga, þess varanlega, fegurðarinnar og tímaleysis.