Um siðbætandi sögur og ævintýri í Kvöldvökunum 1794

Hannes Finnsson og Marie Leprince de Beaumont

  • Ásdís Rósa Magnúsdóttir
Efnisorð: Hannes Finnsson, Kvöldvökurnar 1794, Sumargjöf handa börnum, smásögur, Le Magasin des enfants, Marie Leprince de Beaumont

Abstract

Stuttir textar af ýmsum toga voru vinsælt efni í fyrstu ritunum sem ætluð voru ungmennum hérlendis. Sumargjöf handa börnum kom út árið 1795 og á árunum 1796 og 1797 voru Kvöldvökurnar 1794 eftir Hannes Finnsson gefnar út. Í Kvöldvökunum 1794 er að finna úrval stuttra frásagna af ólíkum toga, flestar þýddar úr frönsku og þýsku. Hannes Finnsson var kunnugur mörgum erlendum verkum fyrir ungmenni en sýndi ritum franska rithöfundarins og kennslukonunnar Marie Leprince de Beaumont sérstakan áhuga. Eitt verka hennar er Le Magasin des enfants sem kom út í Lundúnum árið 1756 og gjarnan er litið á sem fyrstu frönsku barnabókina. Hannes þýddi margar af sögunum sem þar birtust og vera má að hann hafi haft verkið til hliðsjónar við gerð Kvöldvakanna 1794. Í greininni er fjallað um helstu einkenni ritanna tveggja: trúarlega og vísindalega uppfræðslu, siðbætandi sögur, samtöl og, að lokum, örlítið um þýðingar Hannesar á sögum Leprince de Beaumont.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Ásdís Rósa Magnúsdóttir

Prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. 

Útgefið
2025-05-06