Skrifað í nýju landi
„Jæjabúðin“ eftir Elenu Ilkovu
Abstract
Undanfarin ár hafa rithöfundar af erlendum uppruna haslað sér völl í íslenskum bókmenntum. Þar hefur smásagan verið mikilvæg bókmenntagrein og hafa margar verið birtar á ýmsum tungumálum í tímariti Ós pressunnar og á íslensku í Tímariti Máls og menningar og víðar. Höfundarnir sem hér eru til umræðu eru emigrés, útflytjendur, innflytjendur, farandfólk, fólk af erlendum uppruna, fólk sem býr ekki í upprunalandi sínu og skrifar bókmenntir. Í greininni er hvatt til þess að við veitum slíkum bókmenntum athygli, vegna þess að þannig textar geti stundum lent á milli skips og bryggju og ekki endilega fengið þá fræðilegu umfjöllun sem þeir eiga skilið. En þarna getur einmitt verið nýjabrumið, öðruvísi skrif og raddir sem þurfa að sanna tilverurétt sinn í nýju landi og við þurfum að hlusta á. Í þessari grein er sagan „Jæjabúðin“ eftir Elenu Ilkovu greind í ljósi eftirlendufræða, frásagnarfræða og út frá hugmyndum um fjöltyngi og innflytjendabókmenntir. Þá er rætt um mikilvægi ferðalagsins í bókmenntasögunni og skoðað hvernig tilfærsla milli menningarheima getur haft áhrif á bókmenntalandslagið.