Heimurinn er heimili

Leigjendur, leigusalar og heimsmynd kalda stríðsins í sögum eftir Kristínu Eiríksdóttur, Guðberg Bergsson og Svövu Jakobsdóttur

  • Haukur Ingvarsson
Efnisorð: Kristín Eiríksdóttir, Svava Jakobsdóttir, Guðbergur Bergsson, smásögur, skáldsögur, kalda stríðs bókmenntir, kalda menningarstríðið, umbreytingar, heimsvaldastefna, nýlendustefna

Abstract

Í greininni er fjallað um smásögu Kristínar Eiríksdóttur „Hundrað og fimmtíu fermetrar á hundrað þúsund kall“ (2013) og skáldsögurnar Tómas Jónsson. Metsölubók (1966) eftir Guðberg Bergsson og Leigjandann (1969) eftir Svövu Jakobsdóttur. Í öllum þessum sögum gegnir kalda stríðið mikilvægu hlutverki en þær eiga það jafnframt sameiginlegt að í þeim eru heimili notuð sem myndhverfingar til að spegla hnattræn átök. Þá kemur staða Íslands á alþjóðavettvangi til álita; ungs lýðveldis sem þiggur ríkulega efnahagsaðstoð frá Bandaríkjamönnum eftir seinni heimsstyrjöld og gerir síðan við þá varnarsamning sem tryggir þeim hernaðarréttindi á landinu til langs tíma. Hluti af myndmáli sagnanna þriggja eru leigjendur og leigusalar sem aftur vekur spurningar um hvað leigusali selji og hvað leigjandi hafi keypt. Rýnt er í þessi gagnkvæmu sambönd en sjónum er einnig beint að því hvernig híbýli, bókasöfn og innanstokksmunir eru notuð með táknrænum hætti til að endurspegla þá heimsmynd sem brugðið er upp í verkunum.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Haukur Ingvarsson

Lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði við Háskóla Íslands.

Útgefið
2025-05-06