Brögð og brellur í Riddaraliði Ísaaks Babels

  • Rebekka Þráinsdóttir
Efnisorð: Ísaak Babel, Kíríll Ljútov, borgarastríðið í Sovétríkjunum, Riddaraliðið, smásögur

Abstract

Vorið 1920 hélt Fyrsta riddaralið Rauða hersins í herför inn í Pólland. Herförin, sem var einn angi borgarastríðsins í kjölfar rússnesku byltingarinnar, átti að vera liður í útbreiðslu kommúnismans, en misheppnaðist sem slík. Rithöfundurinn Ísaak Babel fór með í þessa för sem fréttaritari tímaritsins Rauða riddaraliðans sem dreift var á vígstöðvunum. Frægasta verk Babels, smásagnasafnið Riddaraliðið, byggir á reynslu hans úr þessu hörmulega stríði. Sögumennirnir eru fleiri en einn, en Kíríll Ljútov er sá þeirra sem mest vægi hefur. Hann er draumóramaður og gyðingur í hersveit kósakka, sem reynir að koma auga á einhvern tilgang í ringulreið stríðsins en fyllist þess í stað djúpum trega. Í greininni er sagt frá Riddaraliðinu og nokkrum meginþemum þess.

Downloads

Download data is not yet available.
Útgefið
2025-05-06