Hin fjölbreytilega smásagnagerð Þórbergs Þórðarsonar

  • Soffía Auður Birgisdóttir
Efnisorð: Þórbergur Þórðarson, smásögur, dýrasögur, örsögur, Edda Þórbergs Þórðarsonar

Abstract

Í greininni er fjallað um ýmsa texta eftir Þórberg Þórðarson sem vel mætti fella undir regnhlífarhugtakið smásögur. Sýnt er fram á að í verkum Þórbergs má víða finna styttri og lengri texta sem auðvelt er að kljúfa frá heildinni og birta sem sjálfstæðar einingar. Innan höfundaverks hans er að finna fullgildar smásögur, dýrasögur, örsögur og pistla sem fléttaðir eru inn í stærra samhengi en geta staðið sem sjálfstæð verk. Þá er sérstakri athygli beint að kvæðasafninu Eddu Þórbergs Þórðarsonar og bent á að með hverju kvæði bókarinnar fylgir frásögn af tilurð þess. Sumar þeirra frásagna mætti flokka sem smásögur eða örsögur. Ljóst er að Þórbergur leitaðist ætíð við að fella skrif sín að nýjum og nýjum formum, trúr þeirri sannfæringu að form sérhvers texta eigi að laga sig að viðfangsefninu hverju sinni. Þetta fjallar hann sjálfur um í kaflanum „Rithöfundur“ í bókinni Meistarar og lærisveinar sem gefin var út árið 2010, löngu eftir andlát Þórbergs, en þar lýsir hann viðhorfi sínu til ritstarfa og hvert takmark hans í ritlistinni var.

Downloads

Download data is not yet available.

Author Biography

Soffía Auður Birgisdóttir

Rannsóknarprófessor hjá rannsóknasetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.

Útgefið
2025-05-06