Um myrkur sem mæðir og sögur sem græða
Abstract
Í þessari grein er fjallað um tvennt sem í fljótu bragði virðist ekki eiga margt sameiginlegt; íslensk ævintýri og myrkur. Í upphafi er rætt um almenn einkenni ævintýra, en einkum þó með tilliti til frásagnarfræði og formgerðar. Að því búnu er litið á tengingu íslenskra ævintýra við staðbundna þætti á borð við náttúru og árstíðir, með áherslu á veturinn, veðurfarið, dagsbirtuna og myrkrið og mörk þeirra, ljósaskiptin eða rökkrið. Spurt er hvort veturinn sé yfir höfuð sýnilegur í íslenskum ævintýrum? Og sé svo, hver sé þá birtingarmynd hans? Í þeim tilgangi að varpa skýrara ljósi á hlutverk vetrarins — og í þrengra samhengi myrkursins — eru ævintýrin sett í samhengi við líf og lífsskilyrði Íslendinga fyrr á öldum og glímu þeirra við náttúruna, hina löngu og dimmu vetur, jafnt sem eigin tilveru. Í framhaldinu er myrkrið skoðað í táknrænu ljósi, sem og frásagnarfræðilegt hlutverk þess innan þeirrar grunnformgerðar sem ævintýrin tilheyra. Að lokum er dregin sú ályktun að myrkrið gegni lykilhlutverki í íslenskum ævintýrum; ekki einungis sé það eitt af því sem kalla megi staðbundin einkenni þeirra, heldur einnig sá þáttur sem kallar — formgerðarinnar vegna — á andstæðu sína, ljósið, eða vonina.